Frétt

bb.is | 07.02.2003 | 16:40Dýrt að lifa á fyrirheitum um menningarhús á landsbyggðinni

Frá nemendatónleikum í Hömrum.
Frá nemendatónleikum í Hömrum.
Tónlistarfélag Ísafjarðar glímir við greiðslur af 20 milljón króna láni sem félagið tók til að ljúka við byggingu tónleikasalarins Hamra. Kristinn J. Níelsson, formaður Tónlistarfélagsins, segir að þegar lánið var tekið hafi verið búið að gefa fyrirheit af hálfu menntamálaráðuneytisins um að húsbyggingin hljóti styrk úr sjóði til uppbyggingar menningarhúsa á landsbyggðinni. Þeir styrkir hafi látið standa á sér lengur en menn ætluðu og því sé það verulegt basl að standa í skilum af láninu. „Fyrir vextina gæti Tónlistarfélagið keypt konsertflygil í Hamra á tveggja ára fresti“, sagði Kristinn Níelsson á aðalfundi félagsins.
Kristinn segir að verið sé að vinna í þessum málum í menntamálaráðuneytinu og félagið hafi aldrei verið nær því en nú að fá botn í málið. „Ísafjarðarbær hefur talað okkar máli og starfsmenn ráðuneytisins hafa komið hingað og skoðað húsið. Það átti að vera komin niðurstaða fyrir áramót, þannig að ég vona að við séum að sjá fyrir endann á þessu. En hver mánuður er tónlistarlífinu hérna dýr og það er ljóst að Tónlistarfélagið lifir ekki á fyrirheitum eitt ár enn“, segir Kristinn.

Hann segir margt spennandi og brýnna verkefna bíða Tónlistarfélags Ísafjarðar. Ennþá eigi eftir að ganga frá ytra byrði og lóð húss Tónlistarskólans við Austurveg 11. Jafnvel enn mikilvægari verkefni bíði félagsins í uppbyggingu tækjabúnaðar skólans, ekki hvað síst í því að koma upp upptökubúnaði og kaupa konsertflygil í Hamra. „Það er meiri lyftistöng fyrir menningarlífið og samfélagið en margan grunar, að hafa möguleika á vönduðum hljóðupptökum í einum allra besta tónleikasal landsins. Það yrði kærkomin framlenging á tónlistarlífinu hér ef tónar úr Hömrum fengju að berast um landið. Við höfum marga góða kandídata í skólanum og bænum, auk þeirra sem vildu hljóðrita og starfa hér tímabundið.“

Þegar hafist var handa við endurbyggingu húsnæðis Tónlistarskólans við Austurveg á sínum tíma gerðu Ísafjarðarbær og félagið samning um uppbyggingu hússins þar sem kostnaði var skipt til helminga. Tónlistarfélagið hafði þá safnað fé í byggingarsjóð um langt árabil. Mikið sjálfboðastarf hefur verið innt af höndum við söfnunina auk þess sem einstaklingar og fyrirtæki hafa styrkt uppbygginguna. „Það er afar mikilvægt að þessi mál séu leidd til lykta sem fyrst svo að við getum haldið uppbyggingarstarfinu áfram. Eins og staðan er í dag erum við bundin í báða skó af þessu láni“, segir Kristinn J. Níelssson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli