Frétt

visir.is | 31.10.2002 | 13:00Eyðileggur líf í stað þess að bjarga þeim

Breska blaðið Guardian birtir í dag grein um deCode undir fyrirsögninni: „deCode átti að bjarga lífum ... nú eyðileggur það líf“. Þar er meðal annars rakin saga Hinriks Jónssonar, 35 ára manns sem varð fyrir slysi og varð í kjölfarið öryrki. Hinrik fékk 23 milljónir íslenskra króna í bætur frá tryggingarfélögum, segir í greininni, og ákvað að nota fimm milljónir til að kaupa hlutabréf. Árið 2000 fór hann í Landsbankann þar sem honum var ráðlagt að kaupa hlut í heitasta fyrirtækinu á markaðnum, deCode. Snemma á þessu ári fór svo Hinrik aftur í bankann til að selja hlut sinn en þá var virði hlutarins aðeins um einn tíundi af kaupverðinu. Hinrik hafði þannig tapað stórfé á fjárfestingu sem átti að tryggja fjárhagslegt öryggi hans í framtíðinni. „Ég hafði aldrei keypt hlutabréf áður“, segir hann í samtali við Guardian. „Ég horfði á sjónvarpsfréttirnar og sá verð hlutanna hækka.“
Líkt og þúsundir annarra Íslendinga varð Hinrik fórnarlamb erfða-æðis sem greip þessa litlu þjóð á árunum 1999 til 2000, segir blaðamaður Guardian. „Undanfarinn áratug höfum við heyrt fjöldann af sögum um græðgi fjárfesta og barnaskap. En það er eitthvað grípandi við sögu deCode því þeir sem sátu eftir með sárt ennið létu ekki einungis peninga af hendi heldur einnig genin sín - með blessun leiðtoganna. Saga deCode vekur upp óþægilegar spurningar um fjármögnun frumrannsókna á sviði læknisfræði í framtíðinni, um það að gera upplýsingar um einstaklinga að söluvöru og hvað gerist þegar vísindamenn vilja líka vera kaupsýslumenn“, segir jafnframt í greininni.

Í greininni segir að deCode og íslenska ríkisstjórnin vilji ekkert kannast við að eiga hlut að því æði sem greip um sig á gráa markaðnum hér á landi á árunum 1999 til 2000. Þrátt fyrir það hafi fyrirtækið dælt hlutum inn á íslenska markaðinn árið 1999 og selt þá fyrirtæki sem skráð var í Lúxemborg. deCode hafi ekki staðið til hliðar í þessu ferli heldur haft mikla hagsmuni í húfi og hagnast á því að halda verðinu á gráa markaðnum háu.

Sagt er að vísindamenn víða um heim hafi verið hneykslaðir á lögum sem íslenska ríkið setti um gagnagrunn á heilbrigðissviði þar sem ekki þurfti samþykki þátttakenda heldur þurftu landsmenn að óska sérstaklega eftir að vera teknir út úr grunninum. Hins vegar hafi flestir Íslendinga fagnað verkefninu og trúað því að það myndi verða að gagni fyrir læknavísindin. „Þeir treystu Kára Stefánssyni og bandamanni hans, forsætisráðherranum Davíð Oddssyni, sem kom lögunum í gegnum þingið. Þeir töldu rétt að gefa persónuupplýsingar í vísindaskyni og trúðu því að það borgaði sig að kaupa hlutabréf í deCode. Afleiðingin varð nokkurskonar stundarbrjálæði og síðan langt og sársaukafullt ferli þar sem sannleikurinn kom í ljós“, segir í greininni.

Meira á visir.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli