Frétt

Stakkur 5. tbl. 2002 | 30.01.2002 | 11:54Að dæmi ísfirskra sjálfstæðismanna?

Fátt hefur vakið meiri athygli og um leið taugatitring en niðurstaða sú er fengist hefur í framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Óneitanlega er fréttnæmt að ráðherra í ríkisstjórn taki svo afdrifaríka ákvörðun að bjóða sig fram í sveitarstjórn og taka um leið stefnuna á stól borgarstjóra. Áður hafði legið í loftinu að fram færi svokallað leiðtogaprófkjör. Það mun hafa verið eina sætið sem sjálfstæðismenn í Reykjavík ætluðu að kjósa um. Í hin sætin mun ætlunin hafa verið að velja og uppstillingarnefnd fengið það hlutverk. Prófkjör Íhaldsins verður því ekki í Reykjavík fremur en í Ísafjarðarbæ.

Margt verður að umhugsunarefni þegar þessi stórmerka atburðarás hefur tekið á sig mynd, nánast því í beinni útsendingu fjölmiðla. En fyrst að fyrirsögninni. Hið sama gerðist í Reykjavík og áður var orðin staðreynd í Ísafjarðarbæ. En í hvert skipti er að rita þarf þetta heiti verður að harma að ekki mátti kalla sveitarfélagið Ísafjörð. Hvað um það. Prófkjör ísfirska Íhaldsins féll niður vegna skorts á frambjóðendum. Það er harmsefni að fólk skuli ekki hafa áhuga á því lengur að bjóða sig fram til að takast á við verkefni í þágu samfélagsins. Vafalaust liggja margar ástæður þar að baki. Nú kynni einhver að segja að í Reykjavík tækju menn upp siðina eftir Ísfirðingum og hættu við prófkjör. Sjálfhætt var á báðum stöðum, en af mismunandi ástæðum.

Samstaða skapaðist um forystumann, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, í Reykjavík. Hið sama var ekki uppi uppi á teningnum á Ísafirði. Þar skorti áhuga manna til að gefa sig fram til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í Reykjavík sættust aðrir áhugasamir á forystu Björns Bjarnasonar.

Í báðum sveitarfélögunum gefa þeir sem fyrr hafa unnið fyrir Íhaldið sig fram til pólitískra starfa fyrir aðra framboðslista. Ólafur F. Magnússon, sem unnið hefur sér það til frægðar að vera harðasti andstæðingur virkjanaframkvæmda á hálendinu, ætlar nú í eina sæng með þeim er áður störfuðu innan Sjálfstæðisflokksins, Frjálslyndum. Á Ísafirði gengur Halldór Jónsson fyrrverandi bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna fram fyrir skjöldu og býður sig fram á nýjum vettvangi. Mun nú ætlunin að bjóða sig fram gegn ríkisstjórninni og alþingismönnum og því fremur ólíklegt að hann feti í fótspor Ólafs fyrrverandi íhaldsmanns í Reykjavík og slái sér saman með Frjálslyndum. Ljóst er nú að framboð í ónefnanlega sveitarfélaginu verða að líkindum hvorki fleiri né færri en sex; óháðir, Samfylking, Frjálslyndir, Vinstri grænir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur.

Það er einkar eftirtektarvert að mikilvægi sveitarstjórnarmála skuli undistrikað með framboði ráðherra, sem reyndar hefur unnið markvisst að flutningi málaflokka úr sínu ráðuneyti á sveitarstjórnarstigið. Enn eftirtektarverðara er að sjá sundrunguna í Ísafjarðarbæ einmitt þegar þörf er samstöðu og festu. Þar má læra margt af stóru framboðunum í Reykjavík.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli