Strandveiði: 111 tonn á fjórum dögum í Bolungavík

Það var fallegt í Bolungavíkurhöfn í byrjun sumars. Smábátar við eina bryggjuna og Ásdís Ís handan við Grundargarð. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Liðlega 50 strandveiðibátar hafa landað afla í Bolungavíkurhöfn þá fjóra daga sem heimilt hefur verið að vera á strandveiðum. Aflinn hefur verið frá 19 tonnum upp í 33 tonn á dag.

Landssamband smábátaeigenda hefur tekið saman tölur að loknum þriðja degi strandveiða og borið saman við sama tímabil á síðasta ári.  Alls 540 bátar hafa hafið veiðar, en það er 66 báta fjölgun. Þorskafli er kominn í 904 tonn, 11% meiri en fyrir ári. Bátum hefur fjölgað á öllum svæðum, hlutfallslega mest á svæði B um rúman fjórðung.  Þorskafli hverrar veiðiferðar eykst mest á svæði C, fer úr 618 kg í 706 kg – 14%.

Tafla frá landssambandi smábátaeigenda.

DEILA