Alþingi: ellilífeyrir án skerðinga hefði orðið 66 milljörðum króna hærri í fyrra

Birt hefur verið svar félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Friðriki Friðrikssyni (B) um skerðingar ellilífeyris.

Greiðslur ársins 2017 hefðu orðið 36,5 milljörðum kr. hærri ef engar tekjuskerðingar hefðu verið á því ári. Þeir bótaflokkar sem koma til skoðunar í þessu sambandi eru ellilífeyrir, heimilisuppbót og orlofs- og desemberuppbætur.

Árið 2017 tóku gildi mjög umfangsmiklar breytingar á kerfi greiðslna ellilífeyris og tengdra greiðslna og voru þær sérstaklega afgerandi varðandi tekjuskerðingar, þ.m.t. þau frítekjumörk sem um er spurt. Meginbreytingin fólst í því að sameina þrjá bótaflokka (ellilífeyri, tekjutryggingu og sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu ellilífeyrisþega) í einn greiðsluflokk (ellilífeyri).

Samanlagt yfir sjö ára tímabil nemur munurinn 337 milljörðum króna vegna skerðinganna.

Frá árinu 2017 hefur almennt frítekjumark (vegna allra tekna) ellilífeyris verið 300.000 kr. á ári eða 25.000 kr. á mánuði og hefur haldist óbreytt. Frítekjumark atvinnutekna hefur verið eftirfarandi:
Árið 2017: 0 kr.
Árin 2018–2021: 1.200.000 kr. á ári (100.000 kr. á mánuði).
Frá árinu 2022: 2.400.000 kr. á ári (200.000 kr. á mánuði).

DEILA