Frétt

| 10.10.2001 | 13:56„Ef hann er ófáanlegur til að láta af þeirri kröfu, þá verða hér átök“

Einar Oddur Kristjánsson.
Einar Oddur Kristjánsson.
„Ég hef alla tíð harmað það að sjávarútvegsráðuneytið skyldi verða fyrir þeirri ógæfu að heyja þetta stríð við smábátana“, sagði Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður í afar snarpri ræðu á Alþingi í fyrradag. Á öðrum stað í ræðu sinni sagði Einar Oddur: „Ég ætla að taka eitt ömurlegt dæmi, af því að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra er að hlusta á mig: Þegar hann var nýtekinn við þessu virðulega ráðherraembætti fór ég með honum vestur á firði og við vorum á fundi á Patreksfirði. Þar komu útgerðarmenn allra dragnótabátanna og skýrðu hinum hæstvirta ráðherra frá því nákvæmlega hvernig þeir hentu öllum kolanum.“
Einar Oddur var mjög hvassyrtur í ræðu sinni. Harðar umræður urðu um fiskveiðistjórnarkerfið og nokkuð var um frammíköll í ræðu Einars, svo sem Þú lýgur því! Hér eru fáeinar glefsur úr máli Einars Odds Kristjánssonar:

Var það ekki öruggt mál þegar við hófum stjórn fiskveiða, að það var meining allra að reyna með því að hámarka þann arð sem þjóðfélagið hefði af fiskveiðunum? Ég held að svo hafi verið. En í þessari umræðu, hvort við eigum að skattleggja eða þjóðnýta, þá virðist vera eins og menn hafi alveg gleymt þessu... Ég hef lengi og alla ævi verið þeirrar skoðunar að ef ein þjóð ætlar að tryggja það endanlega að hún hafi aldrei arð af atvinnugreinum sínum, þá þjóðnýti hún hana. Það eru nú þó nokkuð mörg hundruð þúsund dæmi sem hafa komið fram í Evrópu og um allan heiminn á síðustu tveim mannsöldrum sem sanna það.

– – –

Hins vegar þegar við komum að þorskaflanum, botnfiskveiðunum, sem við hófum að stjórna 1984, nokkrum árum seinna en loðnuveiðunum, þá get ég ekki merkt annað, fari ég í gegnum það frá a til ö, en allt hafi gengið aftur á bak. Ég get ekki með nokkru móti séð nokkurn árangur. Ekki nokkurn. Við höfum farið aftur á bak. [Gripið fram í] Alls staðar. Við veiðum mun minna af öllum tegundum. Hefur sóknin minnkað? Nei, nei. Sóknin hefur mjög mikið vaxið. Við erum með þrisvar sinnum meira afl í togurunum núna en fyrir 15 árum. Allt er þetta eins. Arðsemin er að minnka stórkostlega. Það munar mörgum tugum milljarða í tekjum þjóðfélagsins í ár og fyrra og hittiðfyrra miðað við það sem ætti að vera í eðlilegu ári. Mjög mikið.

Við vitum líka að sóunin í þessu kerfi er skelfileg. Það vita allir. Fiskistofa veit það. Ráðuneytin vita það. Hafró hlýtur að vita það. [Gripið fram í: Allir sjómenn] Allir sjómenn vita það. [Gripið fram í: Veit ráðherrann það?] Hins vegar er hið sorglega í þessu dæmi að stjórn LÍÚ hefur tekið afstöðu sem er út af fyrir sig alveg skýr og einbeitt. Þeir hafa tekið afstöðu sem er bara ein: Afneitun. Þeir hafa afneitað öllu. Þeir neita að viðurkenna að nokkrir gallar séu á kerfinu. Alltaf. Alls staðar. Það er mjög skýrt hjá þeim. Ég persónulega er sannfærður um að þeir mundu t.d. neita því og afneita því að jörðin snerist ef þeir héldu að það passaði sér. Svo harðir eru þeir í afstöðu sinni. Það er mjög gott að vera einarður en það getur nú komið mönnum í koll. [Gripið fram í: Þú lýgur því!]

– – –

Því miður hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs sem ég held að sé versta ráðið og hefur komið okkur mjög illa. Það er að segja: Sjá hvað við erum ábyrgir! Sjá hvað við erum ábyrgir, við förum eftir tillögum vísindamannanna. Og vísindamennirnir búa yfir bestu fáanlegu þekkingu o.s.frv. Við kunnum alla þessa rullu.

Nú liggur það fyrir að bæði gagnvart líffræðinni í hafinu er skekkjan óskapleg – það getur munað mörg hundruð prósentum – og líka gagnvart þeirri stærðfræði og tölfræði sem við erum að nota, það getur munað öðru eins. Við erum þannig ekkert nálægt því að hafa nokkra hugmynd um stofnstærðirnar sem við erum að fást við.

Ég ætla að taka eitt ömurlegt dæmi af því að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra er að hlusta á mig: Þegar hann var nýtekinn við þessu virðulega ráðherraembætti fór ég með honum vestur á firði og við vorum á fundi á Patreksfirði. Þar komu útgerðarmenn allra dragnótabátanna og skýrðu hinum hæstvirta ráðherra frá því nákvæmlega hvernig þeir hentu öllum kolanum.

– – –

Nú hefur krafa vísindamannanna áfram verið sú að halda kvótanum svona langt niðri. En allir vita að það er ekkert að gera nema að henda kolanum. Samt höldum við þessu áfram. Enn þá er kolakvótinn mjög langt niðri. Og hvað gera menn? Þeir vita allir að honum er hent alls staðar. [Kristján L. Möller: Nú hendum við ýsunni] Ég ætla nú ekki að fara í gegnum allar tegundirnar. Ég er bara að nefna dæmi um vandamálið. Við tókum þann kost að fara eftir vísindamönnunum af því að þeir kröfðus

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli