Hótelbygging á Bíldudal í undirbúningi

Bíldudalur

Fyrirtækið BA 64 ehf hefur sótt um lóð fyrir hótelbyggingu á Bíldudal við höfnina.

Vísað er í umsókninni sérstaklega til nýlegrar breytingar á reglum Vesturbyggðar um úthlutun lóða þar sem segir að bæjarstjórn sé heimild í sérstökum tilvikum vegna ríkra hagsmuna sveitarfélagsins að úthluta lóðum án auglýsingar til lögaðila vegna stærri uppbyggingarvrekefna, enda liggi fyrir samningur milli sveitarfélagsins og viðkomandi aðila.

Bæjarráð Vesturbyggðar bókaði á síðasta fundi sínum, sem var 22. apríl , að það tekur vel í beiðnina og fagnar verkefninu.

Bæjarstjóra var falið að stilla upp samningi í samráði við umsækjendur lóðarinnar og leggja að nýju fyrir ráðið.

Að BA 64 ehf stendur hópur manna frá Bíldudal.

DEILA