Frétt

bb.is | 06.06.2005 | 07:00Bæjarfulltrúi vill að trjáplöntum verði hlíft við gerð göngustígs

Á myndinni má sjá það svæði sem hluti göngustígsins mun liggja um.
Á myndinni má sjá það svæði sem hluti göngustígsins mun liggja um.
Á teikningunni má sjá fyrirhugaða legu göngustígsins skammt utan til við Seljaland.
Á teikningunni má sjá fyrirhugaða legu göngustígsins skammt utan til við Seljaland.
Á teikningunni má sjá fyrirhugaða legu göngustígsins skammt utan til við Seljaland.
Á teikningunni má sjá fyrirhugaða legu göngustígsins skammt utan til við Seljaland.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í síðustu viku bókaði Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra athugasemdir vegna staðsetningar göngustígs sem leggja á frá Stakkanesi og inn á Skeið í Skutulsfirði. Eins og fram hefur komið í fréttum bb.is barst aðeins eitt tilboð í framkvæmdina og var samþykkt að ganga til samninga við tilboðsgjafann, KNH ehf á Ísafirði. Tilboðið var að fjárhæð rúmar 19,6 milljónir króna en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá tæpar 19 milljónir króna. Í bókun Magnúsar Reynis segir: „Áður en útboðsgögn vegna göngustígs meðfram Skutulsfjarðarbraut voru gerð, voru þau ekki kynnt fyrir bæjarfulltrúum. Samkvæmt útboðsgögnum er ljóst, að gengið verður stórlega á þá trjárækt sem dafnað hefur með ágætum á þessu svæði á undanförnum árum. Undirritaður leggur mikla áherslu á, að við gerð umrædds göngustígs verði trjáplöntum hlíft eftir fremsta megni enda annað ótækt ef sýna á þeim fjölmörgu, sem að gróðursetningunni stóðu, tilhlýðilega virðingu.“

Jóhann Birkir Helgason forstöðumaður tæknideildar Ísafjarðarbæjar segir að um sé að ræða þann hluta göngustígsins sem liggur skammt utan til við Seljaland. „Til þess að tryggja þar öryggi er óhjákvæmilegt að fara um reit sem fyrir nokkrum árum var plantað trjám. Þær plöntur sem þarf að fjarlægja verða gróðursettar í nágrenninu og þannig reynum við að halda raskinu í lágmarki. Hins vegar fylgja framkvæmdum sem þessum óhjákvæmilega eitthvað rask en þegar upp verður staðið verður þarna um að ræða fallegt mannvirki í fallegu umhverfi“, segir Jóhann Birkir.

hj@bb.isbb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli