Frétt

bb.is | 21.01.2005 | 14:06„Ríkisstjórnin hlýtur að framfylgja stefnu sinni“

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi formaður iðnaðarnefndar Alþingis segir að þær hækkanir sem orkufyrirtæki landsins hafa verið að boða á landsbyggðinni séu ekki í samræmi við þá pólitísku stefnumótun sem stjórnarflokkarnir hafi í málinu og því hljóti ríkisstjórnin að grípa inn í málið og tryggja að stefnumótunin nái fram að ganga. Hann telur að meiri tíma hefði þurft á sínum tíma þegar lagabreytingarnar voru til umfjöllunar á Alþingi. Kristinn segir að með nýjum orkulögum hafi ekki átt að auka tekjur raforkukerfisins heldur að færa þær til. „Aðal tilgangur hinna nýju laga var að koma á samkeppni í framleiðslu og sölu á raforku. Eini nýi kostnaðurinn sem kom til vegna laganna var sá sem verður vegna eftirlits með samkeppni. Sá kostnaður er vart mælanlegur. Gögn þau sem iðnaðarráðuneytið lagði fyrir iðnaðarnefnd Alþingis á sínum tíma sýndu að áhrif þessara breytinga yrðu hverfandi miðað við kostnað við að flytja og dreifa raforku. Hjá Orkubúi Vestfjarðar átti sú breyting að verða einungis um 2,7% til hækkunar“, segir Kristinn.

Sem kunnugt er hefur Orkubú Vestfjarða kynnt nýja gjaldskrá í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á lagaumhverfi orkufyrirtækja fyrir skömmu. Má ætla að breytingar þær sem Orkubúið telur nauðsynlegt að gera á gjaldskrám sínum muni kosta fjölskyldur á Vestfjörðum um 60-70 milljónir króna á ári.

Hann segir að í megindráttum hafi átt að verða mestar breytingar hjá þeim sem hingað til hefðu minnstan þátt tekið í að kosta dreifingu á raforku eins og t.d. neytendur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. „Það var vitað að breytingar yrðu á töxtum innbyrðis á þann veg að almennir taxtar myndu lækka en húshitunartaxtar myndu hækka. Á móti þessum breytingum var ákveðin pólitísk stefna af 19 manna nefnd sem allir stjórnmálaflokkar áttu aðild að. Sú stefna var að íbúar í dreifbýli ættu ekki að greiða hærra verð, en íbúar í þéttbýli greiða hæst og til þess þyrfti 230 milljónir króna í niðurgreiðslur. Á þessa tillögu nefndarinnar var fallist. Frumvarpinu var hinsvegar breytt á þann veg að niðurgreiðslur væru ekki háðar setningu fjárlaga hverju sinni heldur væri það skylda. Það var gert til þess að undirstrika þá pólitísku ákvörðun að þessar breytingar á lögum myndu ekki valda hækkun á rafmagni í dreifbýli.“

Um húshitun með rafmagni segir Kristinn að um árabil hafi verið sú stefna að greiða niður húshitunarkostnað og til þess sé varið á þessu ári um 900 milljónum króna auk þess sem raforkufyrirtækin hafi í gegnum árin veitt afslætti af slíkri raforku. „Þessi pólitíska stefna hefur ekki breyst að öðru leyti en því að nú mega orkufyrirtækin ekki veita þá aflætti sem þau hafa veitt. Ég tel því að ríkisstjórnin verði því nú þegar að framfylgja þeirri stefnu sem mótuð hefur verið. Hún verður að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til þess að stefna hennar nái fram að ganga“, segir Kristinn.

Aðspurður hvort þessar gjaldskrárhækkanir bendi ekki til þess að undirbúningur málsins hafi verið ófullnægjandi segir Kristinn svo vera. „Ég taldi iðnaðarnefnd þurfa meiri tíma þegar málið var til umfjöllunar til þess að fara yfir þau gögn sem lágu fyrir í málinu. Því miður gafst ekki tími til þess. Ég taldi rétt að fara betur yfir þau gögn sem lögð voru fyrir nefndina um að þessar breytingar á lögunum myndu hafa sáralitlar breytingar. Nú hefur annað því miður komið í ljós“, segir Kristinn H. Gunnarsson.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli