Frétt

| 22.06.2001 | 10:27Voru Tálknfirðingar með hæstu meðaleinkunn í samræmdu prófunum í vor?

Sumar í Tálknafirði.
Sumar í Tálknafirði.
Eftirfarandi athugasemdir hafa borist frá Matthíasi Kristinssyni á Tálknafirði til birtingar hér á BB-vefnum vegna villandi frétta í öðrum fjölmiðlum hér vestra. Matthías skrifar: „Vegna misvísandi frétta á Patreksfjarðarvefnum og í Svæðisútvarpi Vestfjarða nýlega er rétt að taka fram, að þær einkunnir sem þar birtust voru aðeins samanburður á 4 skólum af 14 á Vestfjörðum, þ.e. stærstu skólunum. Hins vegar bregður svo við, að nemendur á Tálknafirði voru með hærri normaldreifðar meðaleinkunnir í íslensku, dönsku og ensku en þessir 4 skólar og var munurinn sem hér segir:
Í íslensku var Tálknafjörður með meðaleinkunnina 5,7 á móti 5,6 hjá Patreksskóla, í dönsku með 6,0 á móti 5,1 hjá Ísfirðingum og í ensku meðaleinkunnina 6,5 á móti 5,7 hjá Ísfirðingum. Hér er um normaldreifingu (röðun eftir getu á landsvísu) að ræða en meðaleinkunnir úr prófum voru mun hærri hjá öllum skólunum.

Þess skal getið að nemendur á Tálknafirði voru aðeins 6 í 10. bekk og tóku allir prófin, en brottfall úr prófum hjá stærri skólunum var misjafnt, svo sem sjá má á vef Námsmatsstofnunar, namsmat.is .

Einnig er mögulegt að einhverjir hinna skólanna á Vestfjörðum hafi haft hærri normaleinkunnir en hér er greint frá og eiga þeir þá hiklaust að láta það koma fram, þar sem öðru hefur verið slegið fram í fréttum. Það er kominn tími til að nemendur minni skólanna fái það lof sem þeir eiga og engin ástæða til að þegja yfir því. Hins vegar er það gleðiefni hvað nemendum á Vestfjörðum tókst vel að þessu sinni og óska ég þeim til hamingju með árangurinn.“

bb.is | 28.09.16 | 11:45 Engin mengun í vatninu

Mynd með frétt Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli