Frétt

bb.is | 14.05.2004 | 10:49Tryggingarfélag dæmt til greiðslu skaðabóta þrátt fyrir ölvun ökumanns

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í vikunni tryggingarfélag bifreiðar til þess að greiða farþega hennar bætur vegna umferðarslyss þrátt fyrir að farþeginn hafi gert sér ljóst að ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis. Málavextir eru þeir að stefnandi var farþegi í bifreið sem ekið var á húsvegg er ökumaður reyndi að komast undan lögreglu sem veitti honum eftirför. Stefnandi slasaðist nokkuð í árekstrinum. Gerði stefnandi þær kröfur fyrir dómi að tryggingarfélag bifreiðarinnar greiddi sér rúmar 9,2 milljónir króna í bætur auk vaxta. Tryggingarfélagið krafðist sýknu en til vara að bæturnar yrðu lækkaðar verulega.

Fyrir dómi kom fram að stefnandi og ökumaðurinn höfðu verið að skemmta sér og neytt áfengis. Var ekið á milli staða á Vestfjörðum og síðan var farið á skemmtistað og þar á eftir í samkvæmi. Stefnandi segir að þegar farið var úr samkvæminu hafi sá sem ók bifreiðinni viljað fara í ökuferð. Stefnandi hafi reynt að fá hann ofan af því, en ekki tekist. Hafi þá orðið úr að hann fór með honum. Ökuferðin endaði með fyrrgreindu slysi. Stefnandi slasaðist töluvert og var metinn 25 % öryrki í kjölfarið. Alkóhólmagn í blóðsýni ökumanns reyndist innihalda 2,15 prómill.

Að beiðni tryggingarfélagsins var örorka stefnanda metin að nýju af örorkunefnd og var niðurstaða hennar að stefnandi væri 10% öryrki vegna afleiðinga slyssins. Dómkvaddir læknar hækkuðu þá örorku síðan í 20%.

Stefnandi kveðst fyrir dómi viðurkenna að hafa tekið sér far með ökumanni sem hann hafi gert sér grein fyrir að var eitthvað ölvaður, en þó ekki veitt því sérstaka athygli og ekki talið að sérstök hætta myndi stafa af akstrinum. Hafi ökumaður verið búinn að aka umtalsverðar vegalengdir án þess að hætta skapaðist og það hafi ekki verið fyrr en við eftirför lögreglu sem aksturslag hans hafi orðið glannalegt, en á hinn bóginn sé ljóst að viðbrögð hans þá hafi verið óvænt og ófyrirsjáanleg. Hafi slysið hlotist af þessu aksturslagi. Verði ekki litið svo á að stefnandi hafi orðið meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.

Tryggingarfélagið byggði sýknukröfu sína á því að fella bæri niður bætur til stefnanda á grundvelli 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga, þar sem hann hafi sjálfur orðið meðvaldur að slysi sínu með stórkostlegu gáleysi og fyrirgert bótarétti sínum með öllu. Verði slysið ekki rakið til annars en ölvunaraksturs ökumanns, en viðbrögð hans og háskaakstur eftir að hann mætti lögreglunni séu dæmigerð fyrir viðbrögð ölvaðs ökumanns við slíkar kringumstæður.

Í dómnum segir að í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 129/2001, upp kveðnum 25. október 2001, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru lengur efni til að halda við dómvenju, sem leitt höfðu af dómafordæmum undanfarna áratugi um að sá, sem tæki sér far með ölvuðum ökumanni og væri, eða mætti vera það ljóst, fyrirgerði rétti sínum til bóta, lenti hann í slysi. Hafi verið tekið fram í forsendum dómsins að hafa yrði í huga að aðdragandi þess þegar maður sest upp í bifreið með ölvuðum ökumanni geti verið með ýmsum hætti, svo og önnur atvik, þannig að eðlilegt sé að hvert tilvik sé metið fyrir sig. Dæma beri um það tilvik sem hér um ræðir í ljósi þessarar niðurstöðu. Taldi dómurinn því að ekki yrði fallist á það með stefndu að þrátt fyrir hana eigi að beita dómvenju sem ekki eru lengur efni til að halda við.


Í niðurstöðu dómsins segir að með því að fela manni stjórn bifreiðar sem stefnandi hafði umráð yfir og taka sér far með honum, þrátt fyrir að hann gerði sér grein fyrir því að hann var undir áfengisáhrifum, sýndi stefnandi af sér stórkostlegt gáleysi. Verða bætur til hans lækkaðar á grundvelli 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga og þykir rétt að hann beri sjálfur 2/3 hluta tjóns síns, þegar atvik eru virt.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að tjón stefnanda hefði verið rúmar 4,5 milljónir króna og var því tryggingarfélaginu gert að greiða 1/3 af þeirri upphæð eða um 1,5 milljónir króna auk vaxta.

Stefnandi fékk gjafsókn í málinu en tryggingarfélagið var dæmt til þess að bera sinn málskostnað.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli