Frétt

bb.is | 13.05.2004 | 10:04„Mönnum er ekki sjálfrátt “ ef á að breyta sóknardagakerfinu

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri.
Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri.
„Mönnum er ekki sjálfrátt því að þessi breyting mun veikja mjög stoðir byggðar hér um slóðir“, segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri, um hugmyndir sem nú eru upp um að gefa smábátaeigendum í sóknardagakerfinu kost á að velja á milli sóknardaga og aflamarks. Sjávarútvegsráðherra hyggst leggja fram á Alþingi í dag eða næstu daga frumvarp um breytingar á sóknardagakerfi smábáta þar sem gefinn er kostur á að smábátaeigendur í sóknardagakerfinu velji á milli sóknardaga og aflamarks. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun.

Samkvæmt upplýsingum RÚV gerir frumvarpið ráð fyrir því að verði sóknardaga valdir verði 18 dögum úthlutað í stað 19 nú og að hugsanlega geti dögunum fækkað síðar. Verði aflamarkið valið verður kvóta sem byggist á veiðireynslu undanfarinna tveggja ára úthlutað. Velja má það árið sem meira veiddist og skal miða kvótann við 80% af fyrstu 50 tonnunum sem veiddust og 60% af þeim afla sem var umfram 50 tonn.

Velji allir kvóta þýðir það að þessir bátar fái 7-8.000 tonna þorskkvóta umfram þau 2.000 tonn sem nú þegar er gert ráð fyrir í heildaraflamarki. Samkvæmt heimildum RÚV afgreiddu þingflokkar stjórnarflokkanna málið frá sér í gær og er ætlunin að fá frumvarpið samþykkt nú á vorþingi og lögin taki gildi í vor eða sumar.

Undanfarin sumur hafa sóknardagabátar víðsvegar að af landinu verið gerðir út frá Vestfjörðum og landað miklum afla í höfnum þar. Meðal þessara staða er Suðureyri og hafa verið gerðir út þaðan um 80 bátar þegar þeir voru flestir. Í sumar var reiknað með í það minnsta 40-50 bátum á Suðureyri.

„Þessi breyting ef af verður mun aðeins auka brask innan greinarinnar sem ég hélt að menn hefðu á undanförnum árum viljað minnka. Allt brask innan sjávarútvegsins hefur veikt sjávarbyggðirnar og skapað óvissu sem ekki er búandi við“, segir Óðinn.

Hann segir fréttirnar koma sér verulega á óvart. „Ég veit ekki hverra erinda sjávarútvegsráðherra er að ganga núna. Þetta er úr takt við alla umræðu um að styrkja byggð á landsbyggðinni svo mikið er víst og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þetta hafi verið afgreitt í þingflokkum stjórnarflokkanna.

Með þessum breytingum er verið að skapa á ný spennu um línuívilnunina því þessir bátar munu sækja í hana. Það kollvarpar því kerfi sem nýbúið er að setja á fót. Aukin spenna á línuívilnunina mun á endanum vekja kröfur um að hún verði lögð niður. Verði það niðurstaðan þarf ekki um að binda í sjávarbyggðunum. Í upphafi skyldu menn endirinn skoða“, sagði Óðinn Gestsson.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli