Frétt

mbl.is | 16.03.2004 | 11:22Írakar bjartsýnni á framtíðina en fyrir innrásina í fyrra

Írakar líta framtíðina bjartari augum nú en fyrir innrásina í Írak, samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, og fleiri alþjóðlega fjölmiðla. Könnunin gefur innsýn í daglegt líf Íraka, sem virðast hafa mestar áhyggjur af daglegu brauðstriti og endurreisn efnahagskerfisins. Meðal þess sem fram kemur í könnuninni er að 70% Íraka telja lífsskilyrði sín góð eða nokkuð góð, en aðeins 29% segjast telja þau slæm. Þá segja 56% aðspurðra að lífsskilyrðin séu betri nú en þau voru fyrir innrásina.
Um helmingur aðspurðra í könnuninni, eða 49%, sagðist standa í þeirri trú að innrásin í landið hefði verið rétt, en 41% sagðist telja að hún hefði verið „auðmýkjandi fyrir Írak.“

Yfir tveir þriðju aðspurðra, eða 79%, sögðust vilja að Írak yrði áfram sameinað og aðeins 30% sögðust vilja að það verði gert að íslömsku ríki.

Dan Plesch, öryggissérfræðingur við Birkbeck háskólann í Lundúnum segir að niðurstöður könnunarinnar séu góðar fréttir fyrir leiðtoga þeirra þjóða sem hófu innrásina í Írak í fyrra.

„Þessi könnun gefur til kynna að Írakar styðji að landið verði áfram ein heild, með sterkri forystu. Fólk vill ekki að landinu verði skipt upp og það vill ekki íslamska stjórn,“ segir Plesch.

Skortur á öryggi stærsta vandamálið
Í könnuninni kom jafnframt í ljós að Írökum finnst skortur á öryggi vera stærsta vandamálið sem þeir glíma nú við. 85% aðspurðra sögðu að mikilvægast væri að tryggja á ný öryggi almennings í landinu. Í næsta sæti voru þeir sem töldu mikilvægast að fram færu kosningar um stjórn landsins og tryggja að Írakar gætu lifað mannsæmandi lífi, en 30% þátttakenda voru þeirrar skoðunar. Næst á eftir var endurreisn efnahags Íraka, en 28% þátttakenda nefndu það atriði.

Saddam enn meðal sex vinsælustu stjórnmálamanna í Írak
Stærsta áhyggjuefni Bandaríkjamanna, ætti samkvæmt könnuninni, að vera það fólk sem þeir hafa valið til forystu í Írak. Ahmed Chalabi, sem Bandaríkjamönnum líst best á, nýtur ekki stuðnings meðal Íraka en Saddam Hussein er en einn af sex vinsælustu stjórnmálamönnum í landinu.

Mustafa Alan, fræðimaður hjá breskri stofnun um öryggis- og varnarmál (RUSI), segir niðurstöðurnar benda til þess að Írakar vilji eignast sterkan leiðtoga, en hafi enn ekki fundið hann.

„Svo lengi sem Írakar álíta framkvæmdaráðið ólögmætt og ólöglegt í Írak, held ég að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra verði að vinna hörðum höndum að því að finna menn sem njóta trausts meðal þjóðarinnar, áður en þeir yfirgefa landið,“ segir Alan.

Könnunin var unnin af Oxford rannsóknarstofnuninni (Oxford Research International). Yfir 2.500 Írakar tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd milli 10. og 28. febrúar.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli