Frétt

| 05.02.2000 | 15:10Raddaður söngur fyrir alla

Nú er mikil sönghelgi á Ísafirði. Margrét Bóasdóttir söngkona er hér vestra þessa dagana og hefur nóg að starfa. Annars vegar er hún að fægja silfrið í Sunnukórnum, eins og hún kemst að orði, og hins vegar heldur hún „námskeið í fjárlögunum“ fyrir alla sem vilja.
Í dag og á morgun er Margrét með opið hús í Hömrum, hinum nýja sal Tónlistarfélags Ísafjarðar, þar sem allir, ungir jafnt sem gamlir, geta komið og æft sig í rödduðum söng. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri annast undirleikinn. Námskeið þetta hefst kl. eitt eftir hádegi í dag og kl. hálftvö á morgun, sunnudag, og stendur fram til kl. hálfsjö báða dagana.

Á þessu sérstæða námskeiði getur fólk komið og farið hvenær sem því hentar en samtals verða á þessum tíma æfð milli fimmtán og tuttugu lög. Allt er frjálslegt í sniðum og miðar að því að gera menn „veislufærari“ í margrödduðum söng. „Markmiðið er að hver og einn njóti þess sem í boði er á meðan hann er á staðnum“, segir Margrét Bóasdóttir. „Fyrir utan það fólk sem er í kórum er þetta tækifæri fyrir þá sem hafa aldrei verið í kór, hafa einhvern tímann verið í kór eða ætla sér einhvern tímann að vera í kór.“

Margrét kallar þetta í gamansömum tón „námskeið í fjárlögunum“. Skýringin er þessi: Utan á Íslensku söngvasafni, þeirri merku bók sem Sigfús Einarsson og fleiri gáfu út skömmu eftir aldamót, var falleg og rómantísk mynd úr Pilti og stúlku þar sem söguhetjurnar sátu fé við ána í sveitinni. Þess vegna var bókin jafnan kennd með einhverjum hætti við sauðfé og lögin í henni voru iðulega nefnd fjárlögin.

Fyrir rúmum áratug, skömmu eftir að Margrét var komin á Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu ásamt eiginmanni sínum, sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, byrjaði hún að halda námskeið í fjárlögunum ásamt frænda sínum, Jóni Stefánssyni söngstjóra í Langholtskirkju. Á fyrsta námskeiðið fyrir norðan komu um hundrað manns, allt frá tíu ára og upp í áttatíu og tveggja, og sungu raddað alla helgina lög eins og Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, Hvað er svo glatt og mörg fleiri í þeim dúr. Eftir þetta hafa Margrét og Jón víða haldið námskeið af þessu tagi. Hún kom hins vegar ein til Ísafjarðar að þessu sinni en Sigríður Ragnarsdóttir kemur í stað Jóns Stefánssonar og annast undirleikinn.

Ísfirðingar minnast veru hjónanna Margrétar Bóasdóttur og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar hér vestra á sínum tíma með mikilli hlýju. Enda þótt þau hafi aðeins verið hér um eitt ár, seint á síðasta áratug, kynntust þau mjög mörgum. Séra Kristján Valur þjónaði hinum fjölmenna söfnuði á Ísafirði en Margrét stjórnaði Sunnukórnum og kirkjukórnum og kenndi auk þess fjölmörgum söng. Eftir að þau hjónin fluttust að Grenjaðarstað kom Margrét til Ísafjarðar öðru hverju næstu misserin, stóð við í vikutíma eða svo í senn og fylgdi söngkennslunni eftir.

Eftir árin á Grenjaðarstað voru þau hjón í Skálholti, allt þangað til á síðasta hausti, þegar þau fluttust í höfuðstaðinn. Margrét kveðst eiga afar góðar minningar um dvölina á Ísafirði. „Þetta var alveg sérstakur tími fyrir okkur og ákaflega góður. Við vorum þá nýkomin heim til Íslands eftir átta ára dvöl erlendis“, segir hún. „Mér finnst alltaf svo tiginmannlegt að koma hingað vestur. Hér er bæði fólkið og landslagið alveg makalaust!“

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli