Frétt

bb.is | 31.07.2002 | 15:39Sótti um sveitarstjórastarf í Súðavík en var ráðinn á Stöðvarfirði

Einar Garðar Hjaltason, fyrrum forseti bæjarstjórnar á Ísafirði og nýráðinn sveitarstjóri á Stöðvarfirði.
Einar Garðar Hjaltason, fyrrum forseti bæjarstjórnar á Ísafirði og nýráðinn sveitarstjóri á Stöðvarfirði.
Einar Garðar Hjaltason, sem lengi var búsettur á Ísafirði, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Stöðvarhrepps á Stöðvarfirði eystra. Einar starfrækti fiskvinnsluna Sund ehf. á Ísafirði um árabil og hlaut eldskírn sína í sveitarstjórnarmálum þegar hann var bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar fyrir um áratug. Þá var mikill átakatími í bæjarmálum Ísfirðinga, ólíkt því sem verið hefur síðustu árin. Einar Garðar sótti nýlega um starf sveitarstjóra Súðavíkurhrepps en var ekki ráðinn. Honum kom því nokkuð á óvart þegar ráðningarstofa hafði samband við hann vegna starfs sveitarstjóra á Stöðvarfirði. „Ég sótti um í Súðavík en lenti á Stöðvarfirði. Þetta er dæmigert fyrir mig. Oftast fer allt á annan veg hjá mér en ég ætlaði í upphafi. Niðurstaðan er þó eins ánægjuleg fyrir því“, segir Einar Garðar, „og satt best að segja óska ég Ómari nýráðnum sveitarstjóra í Súðavík gæfu og velfarnaðar.“
Einar Garðar segist hafa sóst eftir sveitarstjórastöðu Súðavíkurhrepps vegna þess að hann hafi verið farið að langa til þess að breyta um umhverfi og atvinnu, en hann hefur verið búsettur á Akureyri um nokkurra ára skeið. „Mig langaði í sveitina að fá mér ábrystir og lunda úr Vigur. Þegar ég flutti norður var ég að hasla mér völl í innflutningi á hráefni til rækjuvinnslu og þorski til fiskvinnslu og því starfi var betur sinnt frá Akureyri. Nú er hins vegar umhverfið að breytast í rækjubransanum og ekki mikið pláss fyrir smáfugla eins og mig þar og því heillaði sveitarstjórastarfið. Mig var farið að langa vestur og því fór svo að ég sótti um í Súðavík“, segir Einar Garðar og bætir því við að hann skilji sáttur við rækjubransann. „Það er skylda hvers Ísfirðings að eyða einhverjum tíma í rækjunni og það er af hinu góða ef maður kemst óskaddaður gegnum það. Rækjan hefur farið illa með margan góðan drenginn.“

Það er Einari Garðari tilhlökkunarefni að takast á við nýtt starf á Stöðvarfirði. „Þetta er ögrandi verkefni sem verður gaman að spreyta sig á. Ég hef heimsótt Stöðvarfjörð í nokkur skipti og sé ekki betur að þetta sé vænsti bær sem jafnast fyllilega á við sambærileg þorp á Vestfjörðum.“

Aðspurður hvernig honum líki að vera kominn aftur í pólitík eftir langt hlé segist Einar vissulega til í þann slag. „Það hafa verið að hringja í mig menn og ýmist óska mér til hamingju eða votta mér samúð sína að vera kominn aftur í pólitíkina. Ég fann ekki fyrir neinum fráhvarfseinkennum þegar ég hætti í pólitíkinni á sínum tíma. Hins vegar kenndi ég rómantíkur þegar tekið var að auglýsa sveitarstjórastöðurnar í sumar og mig langaði að vinna svona vinnu. Starfið er fjölbreytilegra en það var á sínum tíma í kjölfar þess að grunnskólarnir eru komnir inn líka.“

Einar Garðar segir að á vinnutengdum ferðalögum um allan heim hafi hann gert sér grein fyrir því hversu framarlega Íslendingar standa í sveitarstjórnarmálum. „Til dæmis hef ég bara á þessu ári verið í Afríku í tvo mánuði og heimsótt Austur-Evrópu og séð nokkuð glöggt hvað menn eiga þar langt í land með ýmis mál er varða sveitarstjórnir. Kerfi sveitarstjórna hér á landi er fastmótað og byggt á mjög traustum grunni en jafnframt er stjórnkerfið opið og lýðræðislegt. Hrifning mín á íslenskum sveitarstjórnarmálum jókst eftir því sem ég ferðaðist víðar og ég varð stoltur af því hvernig við rekum þetta hér.“

Einar Garðar byrjar störf sem sveitarstjóri Stöðvarhrepps strax í næstu viku. Hann segir sitt fyrsta verk þar verða að dusta rykið af reiðhjólinu sínu.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli