Frétt

Stakkur 29. tbl. 2002 | 17.07.2002 | 11:48Hættuleg vegferð!

Fyrir tveimur vikum var fjallað um nýtt áhættumat vegna snjóflóða í Skutulsfirði og Hnífsdal. Í síðustu viku var fjallað um skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Annars vegar er fjallað um þá hættu sem vísindamenn telja að kunni að vera fyrir hendi vegna snjóflóða, hins vegar um þær skelfilegu afleiðingar sem fylgja umferðinni. Í fyrra tilvikinu er um hættu að tefla sem maðurinn ræður ekki við nema gripið sé til varúðarrástafana, er kunna að vera af ýmsum toga spunnar. Í hinu síðara er einfaldlega verið að lýsa staðreyndum sem eru svo skelfilegar að því hefur verið haldið hér fram áður að taki náttúruhamförum fram.

Vestfirðingar upplifðu skelfingu snjóflóðanna árið 1995. Óþarft er að endurtaka þá sögu nú. En hinu má heldur ekki gleyma að 1910 fórust 20 manns í snjóflóðinu í Hnífsdal. Minni snjóflóð þar á milli kostuðu mannslíf. En langur tími slævir minnið, þekkinguna og söguna. Því er það mannlegt að hrinda frá sér óþægilegum minningum og staðreyndum. Það er þó einfaldlega ekki hægt eftir atburði undanfarinna ára. Íbúar í Ísafjarðarbæ, Súðavík og Bolungarvík verða að horfast í augu við staðreyndir og það þótt þær séu á skjön við óskir og væntingar. Hinu verður þó ekki neitað að skiljanlegt er að menn vilji ýta frá sér óþægilegum staðreyndum þegar allt gengur vel og sólin skín.

Illskiljanlegt er hins vegar hvernig stór hópur fólks hreinlega kemst upp með að neita að horfast í augu við staðreyndir í umferðinni. Á þeim rúma helmingi sem liðinn er af árinu 2002 hafa 19 einstaklingar látið lífið í umferðinni, börn ungt fólk og eldra, sem ella hefði átt ævina framundan og þeir yngri langa vegferð ef ekki hefði komið til slysið sem svipti þá lífinu. Það verður ekki kallað aftur. Eftir standa foreldrar, makar, börn og aðrir ástvinir sem fá ekki til baka þann sem þau misstu.

Helgin var ekki góð á Vestfjörðum. Bíll valt á Skutulsfjarðarbraut, án meiðsla, Tveir menn köstuðuðst út úr bíl sem valt í Trékyllisvík og einn keyrði utan í vegg Skutulsfjarðarganga. Allir lifðu þó, en helgin er sennilega minnistæðust þessu fólki fyrir slysin. Sá versti var auðvitað ökumaðurinn sem skemmdi bíl sinn og meiddist mikið. Reyndar þurfti að klippa hann út úr bílnum. Hvenær ætla menn að skilja að akstur er dauðans alvara og er að verða eitthvert hættulegasta viðfangsefni margra. Of hratt er ekið, aðstæðum ekki gefinn gaumur og svo er þessi glæpsamlega hegðun að aka undir áhrifum áfengis. Ekki er víst að fangelsisrefsing myndi duga til að fá ölvaða ökumenn af háttsemi sinni. Þá ætti hins vegar að dæma til að mæta með lögreglu á slysstað þar sem fólk er lemstrað og jafnvel látið eftir árekstur, bílveltu eða önnur mistök ökumanna. Síðan ætti að láta þá fylgjast með þegar komið er með fórnarlömbin á sjúkrahús og í endurhæfingu. Þar er komin leið, að láta þá aðstoða við endurhæfingu. Sjálfsagt bregst lögregla ekki vel við þessum hugmyndum. Hægt er í staðinn að láta þá horfa á myndbönd af afleiðingum voðaverka sinna líkra. Og hraðinn verður að minnka.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli