Frétt

| 01.08.2000 | 13:17Stórfellt tap á síðasta starfsári

Einn stjórnarmaður sagði af sér á sjö tíma löngum átakafundi í Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirðinga, sem haldinn var í gærkvöldi. Á fundinum, sem var síðbúinn aðalfundur, var samþykktur samningur sem stjórn félagsins gerði fyrir nokkru við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Í raun hafa Sjóvá-Almennar tryggingar tekið að sér þá tryggingastarfsemi sem félagið hafði með höndum.
Samkvæmt ársreikningi sem fram var lagður á fundinum nam tap félagsins á síðasta starfsári um 42 milljónum. Þar af er um 35 milljón króna tap vegna færslna í afskriftareikning og tap vegna ábyrgða um 8 milljónir króna. Á liðnum árum hefur hins vegar verið hagnaður af starfsemi félagsins.

Aðalfundinn átti að halda fyrir tveimur mánuðum. Honum var þá frestað á síðustu stundu vegna upplýsinga sem fram komu, um að reikningar félagsins sem leggja átti fram væru ekki réttir. Í ljós kom, að framkvæmdastjóri félagsins, Hinrik Matthíasson, hafði í heimildarleysi og án vitundar stjórnarinnar skuldbundið félagið og skrifað upp á ábyrgðir fyrir gjaldþrota fyrirtæki, Vesturskip ehf. á Bíldudal. Framkvæmdastjórinn lét þegar af störfum og var málinu vísað til Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur hann ekki verið sóttur til saka.

Einn stjórnarmanna í Vélbátaábyrgðarfélaginu, Björn Jóhannesson lögmaður á Ísafirði, gagnrýndi á aðalfundinum samninginn við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. enda hefðu engar aðrar leiðir verið kannaðar. Á sínum tíma greiddi hann atkvæði gegn honum innan stjórnarinnar. Björn gerði einnig athugasemdir við að hafa ekki fengið ársreikninginn í hendur fyrr en á stjórnarfundi í gærmorgun, enda þótt aðrir stjórnarmenn hefðu áður farið yfir reikninginn. Loks taldi Björn að stjórn félagsins bæri sinn hluta ábyrgðar á óförum félagsins á síðasta starfsári og ekki væri nægilegt að benda á framkvæmdastjórann. Stjórninni bæri að axla þá ábyrgð og segja af sér.

Björn sagði síðan af sér stjórnarsetu í félaginu og mun varamaðurinn Friðgeir Höskuldsson væntanlega taka sæti hans. Stjórnin var kjörin á síðasta ári til tveggja ára og sitja aðrir stjórnarmenn áfram, þeir Einar Oddur Kristjánsson, Matthías Bjarnason, Guðfinnur Pálsson og Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson.

Þegar við kjör fundarstjóra í upphafi fundarins í gær þótti ljóst, að samkomulagið við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. yrði samþykkt. Fram komu tillögur um Jens Kristmannsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. sem fundarstjóra og var Jens kjörinn. Jón Steinar hefur m.a. gegnt lögfræðistörfum fyrir Samábyrgð Íslands á fiskiskipum. Stjórnarformaður og varastjórnarformaður Samábyrgðarinnar hafa lýst mikilli óánægju með samninginn við Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

Á fundinum var samningurinn samþykktur eftir miklar umræður með um 65% atkvæða. Áður hafði verið tekist á um það, hvort aukinn meirihluta eða tvo þriðju hluta atkvæða á fundinum þyrfti til að samþykkja hann.

Gagnrýnendur samningsins við Sjóvá-Almennar tryggingar töldu, að með samþykkt hans væri Vélbátaábyrgðarfélagið í raun að hætta vátryggingastarfsemi og allar tryggingar félagsins væru afhentar Sjóvá-Almennum tryggingum. Það kom aftur á móti fram í síðustu viku í samtali Fréttavefjar Bæjarins besta við Einar Odd Kristjánsson, stjórnarformann Vélbátaábyrgðarfélagsins, að hann telur samninginn mjög hagstæðan félaginu. Einar sagði samninginn gefa félaginu möguleika á því að endurheimta fyrri styrk og taldi að það myndi gerast á tveimur árum eða svo.

Einnig sagði Einar Oddur aðspurður um stöðu þess máls sem kom upp fyrir tveimur mánuðum: „Við höfum unnið að því að lágmarka tjón félagsins og vonum að það takist svo vel að tjónið verði miklu minna en allt benti til í upphafi. Ég veit að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hans nánustu hafa lagt sig mjög fram við það og ég er bjartsýnn á að áður en lýkur munum við koma þessu félagi á rétt ról.“

bb.is | 27.09.16 | 07:51 Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með frétt Af 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli