Grein

Bryndís Friðgeirsdóttir.
Bryndís Friðgeirsdóttir.

| 21.02.2001 | 15:25Sjónarspil kringum Orkubú Vestfjarða

Mikil umræða hefur farið fram um Orkubú Vestfjarða meðal Vestfirðinga að undanförnu og þá sérstaklega meðal íbúa Ísafjarðarbæjar. Í þeirri umræðu hefur m.a. komið fram, að almenningur saknar þátttöku sveitarstjórnamanna. Þó ekki hafi mikið heyrst í okkur sveitarstjórnarmönnum í fjölmiðlum um málið höfum við þó fundað og rætt mikið um málið.
Ég fullyrði að við erum þó enn á byrjunarreit, þ.e. okkur hefur ekki orðið ágengt í samningum við ríkisvaldið frekar en í öðrum málum sem snerta samskipti ríkis og sveitarfélaga. Reynsla okkar í þeim samskiptum hefur vakið þá tilfinningu meðal sveitarstjórnarmanna, að helsti óvinur sveitarfélaga í dag sé ríkisvaldið.

Ofurvaldið

Í stuttu málið verður hér greint frá því, hvernig samningar um sölu á hlut sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða horfa við sveitarstjórnarmanni. Sú greining er ekki algild um alla sveitarstjórnarmenn og skiptir þá máli uppi á hvaða hól viðkomandi stendur og hvert hann beinir sjónum sínum. Þótt við sveitarstjórnarmenn höfum ekki tekið slaginn með almenningi í fjölmiðlum er það ekki vegna þess að við séum öll sammála. Ég hef t.d. ekki viljað hingað til fljúgast á við félaga mína í bæjarstjórn um hvað sé rétt og rangt. Til þess vantar okkur einfaldlega fleiri staðreyndir eins og t.d. um virkjunarrétt fyrirtækisins o.fl. því að orkuþörf mun aukast í framtíðinni. Ég hef heldur ekki upplýst þá skoðun mína í fjölmiðlum, að ég greiddi atkvæði á móti því að breyta rekstrarformi fyrirtækisins í hlutafélagsform. Ég virði samt skoðanir félaga minna og þeir væntanlega mína.

Nú sé ég mig hins vegar knúna til að tjá mig þó enn vanti marktækar upplýsingar um málið. Ég er ekki með þessari grein að saka fulltrúa okkar í viðræðunefnd við ríkisvaldið um að leyna okkur upplýsingum, heldur rökstyðja þá skoðun mína að öllum mátti ljóst vera að við eigum við ofurefli að etja, þ.e. ríkisvaldið, og engu hægt að treysta nema því sem er undirritað og stimplað í bak og fyrir. Ofurvaldið lagði upp með ákveðna niðurstöðu og heldur fast við hana: Við ákveðum hvað þið gerið við peningana sem frúin í Hamborg sendir ykkur!

Skilyrt Vestfjarðaaðstoð

Þegar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fjallaði fyrst um málið var formið og farvegur það sem skipti mestu máli, þ.e. hvert væri hlutverk Fjórðungssambandsins, stjórnar OV og sveitarstjórna. Þó mátti heyra einstaka fulltrúa tala um merg málsins sem var og er enn: „Ég vil ekki selja“, „ég vil selja“ eða „ég hef ekki nægar upplýsingar til að taka ákvörðun“.

Þeir sem sögðust ekki vilja selja voru sakaðir um ábyrgðarleysi í fjármálum, þar sem staða sveitarsjóða væri svo slæm að ekki mætti slá á útrétta hönd ríkisvaldsins sem væri að finna leið til að „rétta Vestfirðingum meira fé en þeir ættu skilið að fá“. Þeim sem vildu fá frekari upplýsingar var sagt þær fengjust ekki, allt væri komið fram sem þyrfti að vita. Þeir sem vildu selja sögðust taka þá ákvörðun til þess að koma í veg fyrir að félagsmálaráðuneytið kæmi vestur og slökkti á öllum ljósastaurum þar sem brátt yrði ekkert rekstrarfé aflögu til að láta loga á þeim.

Mér er til efs að það ágæta ráðuneyti nenni að hefja þá vinnu að slökkva ljós víða á landsbyggðinni, því það eru ekki aðeins sveitarsjóðir á Vestfjörðum sem glíma við bága fjárhagsstöðu. Það ætti frekar að vera kappsmál fyrir ráðuneytið að ljós loguðu skært sem víðast um landið og framkvæma áætlanir þar að lútandi fyrir landið allt.

Hlutafélag strax

Sl. vor var mikill þrýstingur á sveitarstjórnarmenn að taka skjótt ákvörðun um að breyta rekstrarformi Orkubúsins úr sameignarfélagsformi í hlutafélag. Helstu rökin fyrir hinum mikla flýti sem þurfti að hafa við voru þau, að ný orkulög tækju brátt gildi og í þeim væri ákvæði um að öllum orkufyrirtækjum landsins yrði breytt í hlutafélög. Eigendur hefðu hvort sem er ekkert um málið að segja, þetta yrði stjórnvaldsaðgerð í skjóli tilskipunar frá Evrópuvaldinu.

Nú hefur okkur borist til eyrna, eins og svo margt í þessu máli, að þetta ákvæði yrði ekki haft inni. Þeir sem sögðu að ekkert lægi á, orkulögin tækju ekki gildi fyrr en um mitt næsta ár og það vantaði undirritaðaðar yfirlýsingar í þessum efnum, fengu önnur vararök frá stjórnendum hraðlestarinnar. Þau vararök voru þau, að Vesturbyggð óskaði eftir því að selja sinn hlut sö


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi