Frétt

bb.is | 14.12.2006 | 15:23Tvær vestfirskar konur fá viðurkenningu fyrir viðskiptaáætlanir

Námskeiðið Brautargengi var m.a. haldið á Hólmavík.
Námskeiðið Brautargengi var m.a. haldið á Hólmavík.
Tuttugu athafnakonur verða útskrifaðar af Brautgengisnámskeiði Impru frá þremur stöðum á landsbyggðinni í dag. Námskeiðið var haldið samtímis á Hólmavík, Vík í Mýrdal og Akureyri. Af þessum tuttugu þátttakendum voru átta úr Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Þetta er þriðja sinn sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða er í samstarfi við Impru um Brautargengisnámskeið. Í fyrri tvö skiptin hafa verið haldin námskeið á Ísafirði fyrir norðursvæði Vestfjarða árin 2003 og 2005. Aðkoma félagsins er að hafa umsjón með framkvæmd námskeiðanna á hverjum stað fyrir sig og leiðbeinir þátttakendum á námskeiðstíma. Námskeiðið var fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og stunda eigin atvinnurekstur. „Mikil fjölbreytni var í þeim verkefnum sem unnin voru. Glögglega kom í ljós að konur hafa fullan hug á að nýta þekkingu sína og reynslu við að byggja upp atvinnutækifæri fyrir sig og aðra í sinni heimabyggð“, segir í tilkynningu.

Vestfirsku konurnar sem tóku þátt voru; Ásta Þórisdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir með viðskiptahugmynd um minjagripaframleiðslu, Dagrún Magnúsdóttir með hugmynd um hestaferðir, Elísabet Pálsdóttir með ferðaþjónustu, Kristín Sigurrós Einarsdóttir með útgáfu vikublaðs, Lára Jónsdóttir með kertaframleiðslu, Ragnheiður Gunnarsdóttir með handverksframleiðslu og Sigríður Drífa Þórólfsdóttir með ullarvinnslu.

Tvær vestfirsku kvennanna fengu viðurkenningu fyrir sínar viðskiptaáætlanir. Kristín Sigurrós fyrir vel unna viðskiptaáætlun og Dagrún fyrir áhugaverða viðskiptaáætlun.

Lögð var áhersla á að þátttakendur kynntust grundvallaratriðum um stofnun fyrirtækja og þeim þáttum sem snúa að fyrirtækjarekstri s.s. stefnumótun, markaðsmálum og fjármálum. Í lok verkefnisins höfðu þátttakendur skrifað viðskiptaáætlun og kynnst því hve áætlanagerð er mikilvæg við undirbúning að stofnun og rekstri fyrirtækja. Námskeiðið er samtals 70 klukkustundir og er eingöngu fyrir konur en það hefur sýnt sig að mikil þörf er á slíkum vettvangi fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptalífinu. Í framhaldi námskeiðanna veitir Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða síðan áfram ráðgjöf, eftir eðli verkefna hverju sinni. Að mati félagsins er hér ekki síður mikilvægur þáttur til að stuðla að verkefni komist í framkvæmd.

Gerð hefur verið könnun á árangri Brautargengisnámskeiða og það sem vekur mesta athygli er fjöldi brautargengisfyrirtækja í rekstri og fjöldi stöðugilda sem sköpuð hafa verið í Brautargengisfyrirtækjum en um helmingur kvenna sem tekið hafa þátt í námskeiðinu frá upphafi er nú með fyrirtæki í rekstri. Flest fyrirtækjanna eru með 1 – 2 starfsmenn en meðalfjöldi starfsmanna er 9.

thelma@bb.is


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli