Frétt

Össur Skarphéðinsson | 23.12.2005 | 23:00Jú, köllum Alþingi saman...

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Ég er ekki alltaf sammála Gylfa Arnbjörnssyni, framkvæmdastjóra ASÍ. Mikið skil ég þó reiði hans og félaga minna í Verkó yfir ákvörðun kjaradóms yfir mikilli launahækkun til ráðherra, æðstu embættismanna og þingmanna. Hún virkar einfaldlega einsog blaut tuska í andlit venjulegs launafólks. Það er að fá miklu minni kjarabætur til sín - ekki aðeins í krónum talið heldur líka hlutfallslega.

Garðar Garðarson formaður kjaradóms, segir í fjölmiðlum að launahækkunin sé vegna forsendna sem Alþingi setti. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir. Það er rangt ef Alþingi hefur sett lög sem beinlínis færa ráðherrum, æðstu embættismönnum og alþingismönnum laun umfram aðra. Það kemur mér þó spánskt fyrir sjónir. Ég hef skilið grundvöll Kjaradóms svo að hann byggi að verulegu leyti á mati dómenda - en ekki innmúruðu forriti um sjálfkrafa launahækkanir. Hér þarf að taka af tvímæli. Ég tel því eðlilega kröfu að Alþingi verði kvatt saman svo það geti meðal annars skoðað forsendurnar sem Kjaradómur starfar eftir í því augnamiði að breyta þeim til samræmis við almennt kjaraumhverfi í landinu.

Launahækkanirnar núna ber líka að skoða í ljósi þess að Alþingi hefur þar að auki samþykkt sjálft sérstakar kjarabætur til hálaunahópa - þar á meðal þeirra sem nú eru í kastljósinu - með því að afnema hátekjuskattinn. Síðasti áfanginn í afnámi hans fellur niður nú um áramótin. Þar er enn ein kjarabótin til hálaunafólks. Afnám hátekjuskattsins felur því í sér umtalsverða hækkun á ráðstöfunartekjum hæst launuðu hópanna í samfélaginu.

Þessi umdeilda skattbreyting eykur því gliðnunina í samfélaginu og færir þeim sem best eru settir meira í sinn hlut en hinum. Þau rök Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns og Ara Edwald framkvæmdastjóra Samtaka atvinnurekenda að hin umdeilda hækkun til æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa setji tekjuskiptingu samfélagsins úr skorðum hljóta því allt eins að eiga við afnám hátekjuskattsins - hvort sem menn eru í prinsippinu með eða á móti slíkum skatti.

Afhverju bendir Einar Oddur Kristjánsson ekki á þessa augljósu staðreynd? Afhverju ræða Samtök atvinnurekenda hana ekki líka í tengslum við hina umdeildu hækkun? Væntanlega er það bara yfirsjón hjá Morgunblaðinu sem bætt verður úr á allra næstu dögum að hafa gleymt að geta þessa líka í umræðu sinni síðustu daga. Sjálfur tel ég einboðið að ræða hana líka þegar þingið verður kvatt saman. Kemur til dæmis ekki til greina að afturkalla hana og nota svigrúmið sem við það sparast til að hækka bætur aldraðra og öryrkja? Ég hlakka til að reifa þá hugmynd ef þingið kemur saman til að ræða launamálin í samfélaginu sérstaklega.

Ég er því þeirrar skoðunar að sjálfsagt sé að Alþingi verði kallað saman milli jóla og nýárs til að ræða launastefnu hins opinbera, bæði forsendur hinnar umdeildu hækkunar æðstu manna stjórnkerfisins sem nú er mest í kastljósinu, en ekki síður almenna launa- og skattastefnu ríkisins.

Þarsem Samtök atvinnurekenda hafa blandað sér í umræðuna er sjálfsagt að draga líka inn í væntanlega umræðu á þinginu þá staðreynd að einmitt þau samtök hafa troðið launum fyrir hefðbundna verkamannavinnu svo langt niður að í dag vill enginn vera í þeim störfum. Þau þarf að fylla með ágætu fólki sem sótt er langt að til láglaunasvæða þar sem fátækt ríkir - á íslenskan mælikvarða.
Já, köllum Alþingi saman við fyrsta tækifæri. Höldum þing þar sem hin umdeilda launahækkun er rædd og forsendur hennar, vilji þingsins til að breyta þeim kemur þá fram, - en ræðum líka hátekjuskattinn í tengslum við aukna gliðnun, launastefnu ríkisins og láglaunastefnu SA.

Minn útgangspunktur verður hin frábæra ákvörðun Steinunnar Valdísar borgarstjóra um að hækka sérstaklega launin til láglaunakvenna og umönnunnarstétta.

- Össur.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli