Frétt

Leiðari 24. tbl. 2005 | 15.06.2005 | 10:15Sérstaða Vestfjarða

Meðan menn vissu ekki betur en að fiskistofnarnir í sjónum væru óþrjótandi var gengdarlausum metnaði fullnægt með sífellt stærri og afkastameiri veiðiskipum og veiðarfærum. Og meðan menn í fávisku sinn töldu að sjórinn gleypti allt, var litið á hafið sem eina allsherjar, sjálfsagða ruslakistu. Nú vita menn betur. Síldin hvarf. Þegar óttast var að sömu örlög biðu þorsksins var hann settur á válista og þar er hann enn í skjóli kvótakerfisins, tuttugu árum síðar. Markvisst hefur verið unnið að því að útrýma vistvænustu veiðiaðferðinni, krókaveiðum. Við látum okkur engu varða hvaða veiðiaðferðum er beitt til að ná þessum fáu fisktittum sem eftir eru, eða hvaða áhrif þær hafa á lífríkið í hafinu.

Mengun hafs, lofts og láðar er margfallt meiri en áður var talið og ásættanlegt er. Samt er ekkert gefið eftir. Þjóðarleiðtogar véla sín á milli um meiri mengun. Hver og einn krefst meiri réttinda til að spilla umhverfinu og andrúmsloftinu. Allt er þetta gert í nafni hagvaxtar, krafna tiltlölulega fámenns hóps, ef horft er til alls þess fjölda sem jarðarkringluna byggir, um tímabundin lífsgæði. Í landi áður einnar af mestu fiskveiðiþjóðum heims, er hafið gengdarlaust kapphlaup milli sveitarfélaga og landshluta í baráttunni um álið. Álver skulu byggð hist og her og virkjanir hér og þar til sölu á raforku til stóriðju. Hver á fætur öðrum ryðjast sveitarstjórnarmenn fram á ritvöllinn, krefjast álvers fyrir heimabyggðina og stofna hollvinafélög álvera. Klögumálin ganga á víxl. Margir hafa brett upp ermar. ,,Við viljum álver“ hljómar líkt og viðlag í baráttusöng sveitarfélaganna. ,,Við eigum nóg af ónýttum möguleikum til virkjana fyrir stóriðju“ er viðhorf talsmanna áliðnaðarins. Efni í álgerðar þjóðarleiðtogastyttur mun ekki skorta er fram líða stundir. Okkur veitir veitir ekki af nýjum atvinnutækifærum. En hvað þolir Ísland mörg álver? Breyta þau í engu hreinleikaímyndinni, sem við keppumst við að halda á lofti og þykjumst alltaf vera að selja útlendingum?

Þótt Vestfirðingar hafi látið baráttuna um álið fara hjá garði skal stjórnvöldum eitt vera ljóst: Vestfirðingar sætta sig ekki lengur við það að vera settir til hliðar vegna stóriðju- og virkjanaframkvæmda í öðrum landshlutum. Þessi afsökun stjórnvalda fyrir aðgerðarleysi hér vestra gildir ekki lengur! Það verður strax að snúa sér að Vestfjörðum: byggja upp aðsetur mennta, vísinda og rannsókna í þágu láðs og lagar; öfluga ferðaþjónustu, skartandi einni mestu náttúruperlu landsins, Hornströndum; matvælaframleiðslu, grundvallaðri á skynsamlegri nýtingu íbúanna á auðlindinni úti fyrir ströndum fjórðungsins.

Í þessu liggur stóriðja og sérstaða Vestfjarða!
s.h.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli