Frétt

mbl.is | 27.10.2004 | 11:30Sharon segir þjóðaratkvæði um Gasabrotthvarf ekki koma til greina

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist ekki ætla að láta undan kröfum um að áætlun hans um brotthvarf Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu verði lögð undir þjóðaratkvæði. Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn hans hafa hótað að segja af sér verði ekki boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Áætlunin var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 45 á stormasömum þingfundi í ísraelska þinginu í gærkvöldi. Tveir ráðherrar greiddu atkvæði gegn áætluninni og rak Sharon þá umsvifalaust úr embætti. Það reið baggamuninn að Verkamannaflokkurinn og fleiri stjórnarandstöðuflokkar studdu áætlunina.

Á fréttavef BBC er haft eftir fréttaritara í Jerúsalem, að Sharon verði nú annað hvort að reyna að jafna deilurnar innan Likud-flokksins, sem hann leiðir, eða mynda nýja ríkisstjórn til að framfylgja áætluninni.

Bandaríkjastjórn fagnaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í gær og sagði hana mikilvægt skref í átt til þess að Ísraelsmenn og Palestínumenn geti búið hlið við hlið í sátt og samlyndi.

Fjórir ráðherrar Likud-flokksins, þar á meðal Binyamin Netanyahu, fjármálaráðherra, greiddu atkvæði með áætluninni en sögðu að þeir myndu segja af sér embætti ef Sharon féllist ekki á það innan tveggja vikna að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sharon segist ekki láta undan hótunum. Hann segir í samtali við blaðið Haaretz í dag, að menn geti skipt um skoðun en geti ekki látið undan þrýstingi og úrslitakostum. „Afstaða mín til þjóðaratkvæðagreiðslu er óbreytt. Ég er henni andvígur vegna þess að hún mun leiða til mikillar spennu og deilna meðal almennings."

Samkvæmt áætlun Sharons munu Ísraelsmenn rýma allar gyðingabyggðir á Gasasvæðinu en þar búa nú um 8000 landnemar í 21 víggirtri byggð. Þá verða fjórar einangraðar gyðingabyggðir á Vesturbakkanum einnig rýmdar og hersveitir, sem gæta þessara byggða, dregnar til baka. Ísraelsmenn munu hins vegar áfram gæta landamæra, strandlengju og lofthelgi Gasasvæðisins. Gert er ráð fyrir að brottflutningurinn fari fram í áföngum og ríkisstjórn Ísraels verði að samþykkja hvern áfanga fyrir sig.

Saeb Erekat, aðalsamningamaður heimastjórnar Palestínumanna, sagði að Ísraelsmenn væru að semja við sig sjálfa. „Við höfum fylgst með þeim ræða um framtíð okkar, framtíð barna okkar, framtíð Palestínumanna, en við höfum ekki verið spurðir ráða," sagði Erekat við Reutersfréttastofuna.

Samkvæmt skoðanakönnunum styðja 65% Ísraelsmanna áætlun Sharons en heittrúaðir landtökumenn eru algerlega andvígir henni. Þeir telja, að Guð hafi gefið gyðingum allan Vesturbakkann og Gasasvæðið.

Ísrael hertók Vesturbakkann og Gasasvæðið í sex daga stríðinu svonefnda árið 1967. Um 400 þúsund ísraelskir ríkisborgarar hafa tekið sér þar búsetu en um 3,5 milljónir Palestínumanna búa á svæðunum. Samkvæmt alþjóðalögum er landnám gyðinga á svæðunum ólöglegt en Ísraelsmenn hafa ekki viðurkennt þá túlkun.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli