Frétt

bb.is | 20.10.2004 | 11:36Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar segir tíðindi af rækjunni mikið áfall

Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar segir það mikið áfall fyrir sveitarfélagið ef rækjuveiðar í Arnarfirði leggjast af. Hann mun vinna að því að skaðinn verði bættur með varanlegum aflaheimildum til þeirra báta sem stunduðu þessar veiðar. Útgerðarmaður við Ísafjarðardjúp telur að nú verði að leyfa minni bátum botnvörpuveiðar í Ísafjarðardjúpi og reglum um bætur verði að breyta eigi útgerðum ekki að blæða út. Í gær tilkynnti Hafrannsóknastofnun niðurstöður rannsókna á rækjustofninum í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Niðurstöðurnar koma fáum á óvart sem fylgst hafa með þróun mála undanfarin ár en eru engu að síður mjög sláandi. Í Ísafjarðardjúpi þar sem rækjuveiðar hafa staðið með miklum blóma í nokkra áratugi fannst nú nánast engin rækja.

Í fréttatilkynningu frá stofnuninni segir að undanfarna þrjá vetur hafi verið mikið af ýsu og þorski í Djúpinu. Svo var einnig nú og einnig var mikið af lýsu. Sem kunnugt er voru engar veiðar leyfðar í Djúpinu síðasta vetur og vonir stóðu til að þannig tækist rækjustofninum að halda velli. Það tókst ekki.

Í Arnarfirði fannst rækja á mjög takmörkuðu svæði. Mjög mikið var af þorski, ýsu og lýsu í öllum firðinum að undanskildu því svæði sem rækjan hélt sig á. Virðist fiskurinn hafa hrakið rækjuna á einn blett. Er þetta því sama þróunin og átt hefur sér stað á öðrum svæðum eins og t.d. í Ísafjarðardjúpi. Eins og áður kemur fram taldi Hafrannsóknastofnunin rétt að hætta veiðum í Ísafjarðardjúpi á sínum tíma í þeirri von að sú rækja sem þá var eftir gæti viðhaldið stofninum. Það tókst ekki. Því vekur það óneitanlega athygli að stofnunin leggur nú til að sama aðferð verði viðhöfð í Arnarfirði. Ástæðan er sú að stofnunin telur að veiðar kunni að dreifa rækjunni og gera hana þannig aðgengilegri fyrir fiskinn.

Guðmundur Sævar Guðjónsson forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar segir tíðindin úr Arnarfirði mikið áfall fyrir sveitarfélagið. „Þarna hefur verið stöðugur atvinnuvegur sem skapað hefur góðar tekjur fyrir samfélagið. Við stöðvun veiðanna hverfa þessar tekjur og ekki er séð hvað kemur í staðinn. Það sem snýr fyrst að sveitarfélaginu er tekjutap hafnarinnar. Þar á eftir koma auðvitað minni útsvarstekjur. Við þessum tíðindum þarf að bregðast. Það er nú ekki endanleg ákvörðun að hætta veiðum og vonandi tekst að forða endanlegu hruni stofnsins þrátt fyrir að þetta virðist vera sama þróun og á öðrum svæðum. Því verður nú þegar að bregðast við og bæta þeim útgerðum upp þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Ég mun beita mér fyrir því að stjórnvöld komi að þessu máli og útgerðunum verði bættur skaðinn með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Það er réttlætismál sem verður að nást í gegn. Þar duga engar skammtímalausnir heldur verða menn að sjá fram á veginn“, segir Guðmundur.

Konráð Eggertsson útgerðarmaður á Ísafirði segir þessi tíðindi ekki koma á óvart þrátt fyrir að þau séu slæm. Menn hafi séð í hvað stefndi. „Það fyrsta sem þarf að gera nú er að leyfa þessum bátaflota að hefja fiskveiðar með botnvörpu. Þessi bátafloti er ekki gerður til veiða á hafi úti og því verðum við að auðvelda mönnum að snúa sér að öðru. Ísafjarðardjúpið er fullt af fiski og þar hafa verið stundaðar veiðar í botnvörpu áratugum saman. Það verður því enginn skaði unninn á lífríkinu þar með þessari breytingu. Síðan þarf að breyta reglum um bætur til handa útgerðum sem missa veiðiheimildir á þennan hátt. Eins og staðan er í dag minnka þær bætur ár frá ári og mönnum blæðir hægt og rólega út. Það er ekki ásættanlegt að bæturnar minnki. Þær verða að vera þær sömu frá ári til árs á meðan í ljós kemur hvað verður um þessi svæði“, segir Konráð.

Aðspurður hvort hann telji að koma hefði mátt í veg fyrir þetta hrun segist Konráð ekki geta svarað því. „Þetta ástand vekur auðvitað upp margar spurningar. Sú fyrsta er sú hvort það hefur yfirhöfuð einhverja þýðingu að vera að reyna að stjórna rækjuveiðum. Eru veiðarnar ekki svo lítill hluti af heildinni að þær skipta engu máli þegar upp er staðið? Þessi niðurstaða sýnir ef marka má þessar rannsóknir að það hefur engan tilgang að vera að geyma rækju í sjónum. Þar erum við bara að færa fiski og hvölum fæðu. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem Djúpið er fullt af fiski frá því að þessar veiðar hófust. Því vaknar óneitanlega sú spurning hvað fiskurinn hafi áður borðað. Er búið að veiða einhverja fæðu frá fisknum þannig að hann verður nú að leggjast á rækjuna? Menn hljóta á næstunni að leggjast yfir þessi mál og reyna að komast að trúverðugri niðurstöðu. Þar til hún er fengin verður að tryggja að þeim sem hafa haft lífsviðurværi af þessum veiðum blæði ekki út“, segir Konráð Eggertsson.

Ekki náðist í Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafrannsóknarstofnunar í morgun.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli