Frétt

mbl.is | 14.06.2004 | 13:50Brutust inn í íbúð á meðan fjölskyldan brá sér frá

Húsráðendur, sem búa við Einimel í Reykjavík, komu að þrem mönnum í íbúð sinni er þau komu heim til sín um hádegi á sunnudag. Höfðu þau farið út í skamman tíma og mennirnir komið í millitíðinni, brotið glugga í kjallara og farið inn. Tókst þjófunum að stela um 50 þúsund krónum í peningum og farsíma og komast undan. Lögreglan í Reykjavík segir að málið sé í rannsókn.

Lögreglan segir í yfirliti yfir helstu verkefni, að helgin hafi verið frekar róleg, með færra móti hafi verið í miðbænum og lítil afskipti þurft að hafa af borgarnum. Aðfaranætur laugardags og sunnudags hafi verið sérstakt eftirlit með umferð og rúmlega 600 bifreiðar voru stöðvaðar. Einn af ökumönnum þessara bifreiða reyndist ölvaður og nokkur önnur umferðarlagabrot komu upp við þetta eftirlit.

Um helgina var tilkynnt um 10 innbrot, 19 þjófnaði og 15 sinnum var tilkynnt um skemmdarverk.

Um helgina var tilkynnt um 31 umferðaróhapp og var í 6 þeirra um minniháttar meiðsli að ræða. 48 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 12 voru grunaðir um að vera ölvaðir við aksturinn. Þá voru 11 ökumenn kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.

Á föstudagsmorgunn var tilkynnt um að íbúð á efstu hæð við Blönduhlíð væri full af reyk. Er slökkvilið og lögregla komu á staðinn kom í ljós að kviknað hafði í út frá kertaskreytingu. Varð af mikill reykur en lítill eldur og voru skemmdir taldar minniháttar.

Á föstudagskvöldið var tilkynnt um að kona hafi fallið af hestbaki við Elliðavatn og misst meðvitund. Hún var komin til meðvitundar er lögregla og sjúkraliðsmenn komu á vettvang en töluvert blæddi úr höfði hennar. Var hún flutt á slysadeild í sjúkrabifreið.

Eftir miðnætti aðfaranótt laugardags var tilkynnt um að maður lægi meðvitundarlaus í götunni við Hressingarskálann í Austurstræti, eftir slagsmál. Hann komst fljótlega til meðvitundar aftur og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Hann var með áverka á höfði. Vitni voru að árásinni og er málið í rannsókn.

Skömmu seinna kom til átaka milli mann við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Eftir að átökum linnti settist annar aðilinn undir stýri á bifreið sinni og ók á þann sem hann hafði verið að slást við og ók síðan á brott. Hann náðist skömmu síðar og viðurkenndi að hafa ekið á manninn. Sá sem fyrir bifreiðinni varð er ekki talinn hafa slasast alvarlega en var fluttur á slysadeild.

Um hádegi á laugardag var tilkynnt um þjófnað á bifreið frá Sóltúni, sem vart hefði verið í frásögu færandi nema vegna þess að í bifreiðinni var fjögurra mánaða gamalt barn. Faðir barnsins hafði gengið inn í húsið til að sækja kassa og er hann kom út aftur var bifreiðin horfin. Öll tiltæk lögreglutæki hófu þegar leit að bifreiðinni. Skömmu seinna barst tilkynning til lögreglu um að bifreiðin væri við Skólavörðuholtið og barnið í bifreiðinni. Reyndist svo vera og hafði barnið ekki sakað. Talið er að sá sem tók bifreiðina hafi tilkynnt um hvar hún væri, sennilega brugðið er hann varð barnsins var. Málið er í rannsókn.

Á laugardagskvöldið var tilkynnt um að eldur væri laus í íbúð við Flókagötu. Þarna hafði 4 ára sonur húsráðanda komist yfir eldspýtur og kveikt á einni undir svefnpoka. Við það kviknað í rúmdýnu og varð af mikill reykur. Engan sakaði en nokkrar skemmdir urðu, aðallega af völdum reyks.

Undir morgunn á sunnudag var maður sleginn í andlitið, þar sem hann var staddur á salerni á veitingastað í miðborginni. Hann var talinn nefbrotinn. Málið er í rannsókn.

Seinni partinn á sunnudag var tilkynnt um tilraun til þjófnaðar á fimm flíkum úr verslun í Kringlunni. Kona á áttræðsaldri hafði tekið þjófavarnir af flíkunum og reyndi síðan að komast með þær út en var stöðvuð af öryggisvörðum.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli