Frétt

mbl.is | 04.07.2003 | 15:53Minardi á toppnum eftir fyrri tímatökuna

Minardiliðið varð óvænt hlutskarpast í fyrri tímatöku franska kappakstursins í Magny Cours í dag og stendur nafn Jos Verstappen skrifað efst á tímatökulistanum og í öðru sæti félagi hans Justin Wilson. Fyrir vikið verður rásröðin í keppninni um ráspólinn á morgun afar frábrugðin því sem verið hefur.
Brautin var enn blaut af völdum rigningar er efstu menn í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra urðu að aka en þeir sem síðar óku nutu góðs af því að þá voru betri menn búnir að þurrka brautina.

Þriðja besta tímanum náði Ralph Firman hjá Jordan en til marks um hversu ört aðstæður breyttust var hann 2,7 sekúndum lakari en tími Verstappen. Nick Heidfeld hjá Sauber átti fjórða besta tímann, Olivier Panis hjá Toyota þann fimmta og Jagúarþórinn Antonio Pizzonia sjötta besta.

Michael Schumacher setti aðeins 12. besta tímann, var einu sæti á eftir félaga sínum Rubens Barrichello. Williamsfélagarnir Ralf Schumacher og Juan Pablo Montoya urðu í 18. og 15. sæti en McLarenmennirnir David Coulthard 14. og Kimi Räikkönen 17.

Sá maður sem brosti breiðast allra í bílskúrareininni að tímatöku lokinni var liðsstjóri og eigandi Minardi, Paul Stoddart. Niðurstaða tímatökunnar varð annars sem hér segir en ökuþórarnir leggja í slaginn um ráspólinn á morgun í öfugri röð, þ.e. Verstappen síðastur en Jenson Button hjá BAR fyrstur:

Röð Ökuþór Bíll Dekk Tími 1 Tími 2 Lokatími
1. Verstappen Minardi (B) 25.932 54.162 1:20.817
2. Wilson Minardi (B) 26.028 54.391 1:20.968
3. Firman Jordan (B) 26.334 55.259 1:23.496
4. Heidfeld Sauber (B) 26.177 55.758 1:24.042
5. Panis Toyota (M) 25.963 55.754 1:24.175
6. Pizzonia Jagúar (M) 26.217 55.799 1:24.642
7. Villeneuve BAR (B) 26.311 56.340 1:24.651
8. Webber Jagúar (M) 26.397 56.055 1:25.178
9. Frentzen Sauber (B) 27.067 57.478 1:26.151
10. da Matta Toyota (M) 26.760 57.169 1:26.975
11. Barrichello Ferrari (B) 27.757 58.154 1:27.095
12. M.Schumacher Ferrari (B) 27.755 58.687 1:27.929
13. Fisichella Jordan (B) 27.832 58.948 1:28.502
14. Coulthard McLaren (M) 27.208 58.826 1:28.937
15. Montoya Williams (M) 27.678 59.081 1:28.988
16. Trulli Renault (M) 27.445 59.088 1:29.024
17. Räikkonen McLaren (M) 28.468 59.890 1:29.120
18. R.Schumacher Williams (M) 28.213 59.539 1:29.327
19. Alonso Renault (M) 28.208 59.432 1:29.455
20. Button BAR (B) 28.240 60.338 1:30.731

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli