Frétt

Stakkur 32. tbl. 2002 | 08.08.2002 | 15:25Verslunarmanna(ó)helgi

Nú er verslunarmannahelgi lokið. Hún er mesta ferðahelgi ársins og stundum mætti halda að enginn væri maður með mönnum nema að leggja land undir fót. Fólk sest upp í bílana sína og ekur út um land, nú eða flýgur og siglir til Vestmannaeyja á þjóðhátíð.

Löngu áður en helgin rennur upp fara landsmenn að kvíða því hvernig umferðin muni nú ganga þetta árið eða hversu mörgum verði nauðgað og hve margt fólk verði barsmíðum að bráð. Læknir á bráðamóttöku Landspítalans lýsti því glöggt hve langt villimennska sumra Íslendinga nær þegar kemur að slagsmálum og árásum á aðra. Jón Baldursson yfirlæknir veit sínu viti í þessum efnum. Næg er villimennskan fyrir þótt ekki sé stefnt saman ungmennum sem allir vita að muni leggja fyrir sig drykkjuskap og fíkniefnaneyslu með tilheyrandi afleiðingum.

Svo virðist sem nú hafi tekist venju fremur vel til. Umferðin gekk því miður ekki slysalaust fyrir sig. Ungs manns er saknað eftir að bíll sem hann var farþegi í steyptist í Hvítá við Brúarhlöð. Hans var leitað án árangurs alla helgina. Kannski hefur þessi hræðilegi atburður haft áhrif á aðra í umferðinni til góðs. Að minnsta kosti urðu ekki fleiri alvarleg slys. Menn setur hljóða við fréttir af slysum í umferðinni. En skelfingin dugar of skammt. Áður en við vitum af berast fréttir af banaslysum í umferðinni og alvarlegum meiðslum. Allt vegna þess að menn gera umferðina að vígvelli og öðrum vettvangi af tveimur til að fá útrás fyrir ofbeldishvatir sínar. Hinn er skemmtanalífið, sem endar því miður oft með því að saklausir borgarar tapa jafnvel lífinu, eins nýlegt en hryllilegt dæmi sýnir af ungum Ísfirðingi, sem ekkert hafði sér til saka unnið.

Svo virðist sem öflugt eftirlit lögreglu um allt land hafi nú skilað árangri í umferðinni. Þar er sameiginlegt eftirlit á Vestfjörðum, sem tekið var upp fyrir tilstilli þáverandi lögreglustjóra á Ísafirði 1994, glöggt dæmi um að með því að stilla saman kraftana og leggja mikið undir næst árangur. Hrósa verður lögreglunni á Hólmavík fyrir að hafa nú tekið upp kröftugt eftirlit með umferð á Steingrímsfjarðar- og Holtavörðuheiðum. Vel á annað hundruð ökumenn voru staðnir að hraðakstri sem er eitt hættulegasta athæfið í umferðinni og minnir helst á ofbeldi þeirra sem virða náunga síns einskis og berja viðkomandi án tilefnis. Á sama tíma hefur lögreglustjórinn í Bolungarvík gerst baráttumaður fyrir auknum hraða á vegum um Óshlíð og Eyrarhlíð er kostað hafa nokkur mannslíf, auk slysa þar sem hurð skall nærri hælum með afleiðingum fyrir lífstíð.

Slæmar eru fréttirnar um hörðu fíkniefnin sem gerð hafa verið upptæk á útihátíðum um liðna helgi. Furðulegra er að hleypa ósjálfráða börnum innan 18 ára aldurs einum á slíkar samkomur. Íslendingar verða að taka sig á og sýna að ætlunin sé að standa við 18 ára sjálfræðisaldurinn. Hækka verður bílprófsaldurinn í 18 ár. Annars er ekki mark að lögum um sjálfræði. Næsta ár verður að fylgja því strangt að enginn undir þeim aldri sé að þvælast á útisamkomum án fylgdar foreldra.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli