Frétt

pressan.is - Sverrir Stormsker | 29.05.2002 | 08:28Framboð, sirkus og trúðar

Sverrir Stormsker.
Sverrir Stormsker.
Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikið um skemmtilegar uppákomur í nýafstaðinni kosningabaráttu. Allt var með alvarlegasta og taugabilaðasta móti. En kannski var ekki meiningin að það yrði gríðarlegt fjör. En ef þetta átti ekki að vera neinn sirkus afhverju voru þá allir þessir trúðar í framboði? Skil það ekki.
Húmanista?flokkurinn?, eða Húmanistadúettinn öllu heldur, náði að framkalla brosviprur en ekki meira. Þeir komu að sjálfsögðu ekki inn manni, - ekki einusinni inná Skjá 1. Þeim fannst víst svo hræðilega ósanngjarnt að fá ekki sama tíma í sjónvarpi og önnur framboð og eiga þannig möguleika á að komast úr 0.0% í 0.1%. Aldrei þessu vant var Ástþóri Magnússyni í Friði 2% ekki hent út heldur var hann að þessu sinni spreyjaður út. Líklega með skordýraeitri frekar en hárlakki. Fljótvirkara. Svitasprey hefði jú reyndar líka virkað svona allavega uppá andrúmsloftið að gera. Húmanistinn Jerúsalem eða Medúsalem eða Salem light eða hvað hann nú heitir var í Kastljósi sama kvöld og eyddi þar þá öllum tíma sínum í að tala um að hann fengi aldrei að koma fram í umræðuþáttum í sjónvarpi. Þessir húmanistar eru húmoristar, þó þeir viti ekki af því.

Ólafur F-listi Magnússon lét heldur ekki sitt eftir liggja í einkennilegum ummælum. Þegar sjónvarpsmönnum tókst að vekja hann á kosningavökunni þegar sýnt var að hann hafði náð inn, þá fór hann að tala um sjálfan sig sem afl – að nýtt afl væri komið í ráðhúsið. Síðan hvenær hefur einn borgarfulltrúi í minnihluta verið eitthvað afl? Gæti ekki einusinni kallast eitt hestafl. Í mesta lagi rugguhestafl. En það má kannski segja Ólafi til vorkunnar að hann var náttúrulega nývaknaður og í sigurvímu og menn segja svo margt í óráði, og svo hefur hann kannski verið að dreyma Star Wars í ofanálag með öllum sínum frösum: “May the force be with you? og allt það. Broslegt.

Og í kosningabaráttunni sagði hann að það augljóst að það væri sko ekki hagsýn húsmóðir sem réði í Ráðhúsinu. Ég get ómögulega verið sammála þessu. Ingibjörg er virkilega hagsýn. Hún er svo hagsýn að hún er búin að nota sama kosningaloforðalistann í þremur kosningum. Sparar náttúrulega prentunarkostnað, heilabrot og fleira vesen. Og ég skal veðja að við fáum sama loforðalistann að fjórum árum liðnum. Ef þetta kallast ekki ráðdeildarsemi og hagsýni þá veit ég ekki hvað.

B.B. og Ingibjörg stóðu sig bæði vel í valdabaráttunni. Þó að Ingibjörg hafi tapað einu prósentustigi þá varði hún eingaðsíður titilinn “Sunddrottning Reykjavíkur? og það er ekki svo slæmt eftir 8 ára svaml í kjötkötlunum. Það er mjög skiljanlegt að Björn skuli vilja leita skýringa á óförunum, en eitt er víst að þær liggja að engu leiti í því að Egill Helga hafi sífellt verið að grípa frammí fyrir honum og vingsa höndinni fyrir andlitið á honum um leið og hann opnaði munninn. Meinhæðnir menn myndu eflaust segja að Björn hefði frekar átt að græða á því að menn settu eitthvað fyrir andlitið á honum, en ég ætla ekki að segja það, enda hef ég ekki lagt það í vana minn að hæðast að fólki. Ef Björn vill leita utanaðkomandi skýringa á floppinu þá er t.d. mun nærtækara að nefna “STEF-gjaldið? sem hann setti á óáskrifaða geisladiska og geislaskrifara í menntamálaráðherratíð sinni. Með þeim skatti gerði hann annan hvern tölvueiganda sturlaðan af bræði og fjölmargir þeirra eru ennþá að reita og rífa og tæta hár sitt og skegg. Því þótt Björn hafi verið mjög góður ráðherra þá standa oft svona lítil skammarstrik uppúr og fjölmargir minnast þeirra um leið og þeir kveikja á tölvunni.

Sumir hafa sagt að símastaur hefði náð viðlíka árangri og Björn, en ég efast um það. Góður símastaur hefði nú náð mun betri árangri. Tala nú ekki um ungur og huggulegur ljósastaur með kveikt á perunni. En svona í alvöru talað þá er soldið til í þessu, því fylgi flokksins á ekki að geta farið niður fyrir 40% og myndi ekki gera það jafnvel þótt hann stæði fyrir kröftugum sprengjuárásum á langveik börn og ennþá langveikari gamalmenni. Fólk nefnilega límir sig á flokka einsog hrúðukarlar og slítur sig ekki svo gjörla frá þeim. Error-listinn virðist t.d. vera kominn með hrúðurkerlingar á sig uppá 50%, semsé 50% fastafylgi, vanafylgi, heittrúarfylgi eða hvað menn vilja kalla það og við því er lítið að gera næstu árin eða jafnvel áratugina. Það er ekki Birni að kenna heldur Ingibjörgu að þakka, - nú eða kenna. Ingibjörg er Error-listinn

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli