Frétt

mbl.is | 09.02.2007 | 17:06Talið hugsanlegt að dauði Anne Nicole Smith tengist lyfjaneyslu

Donna Hogan, yngri systir fyrirsætunnar Anne Nicole Smith, segir í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina, að hana gruni að dauði systur sinnar tengist lyfjaneyslu en Smith lést á hóteli á Flórída í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að réttarkrufning fari fram í dag en óvíst er hvenær niðurstöður liggja fyrir. Lögregla segist ekki rannsaka málið sem manndráp eða sjálfsmorð. „Ég hef enn varla gert mér grein fyrir því hvað hefur gerst," sagði Hogan. „En þetta kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess hvernig hún lifði." Þegar Hogan var spurð hvort hún teldi að dauði systur hennar tenfdist lyfjaneyslu svaraði hún: „Ég myndi geta mér þess til."

Smith fannst meðvitundarlaus í hótelherbergi í Hollywood á Flórída í gær og lífgunartilraunir báru ekki árangur. Smith, sem var 39 ára, var fyrrum nektardansmær og sat fyrir hjá Playboy. Hún giftist tæplega níræðum milljarðamæringi árið 2004 og eftir dauða hans átti hún í hörðum erfðadeilum við fjölskyldu mannsins.

Smith, sem hét réttu nafni Vicki Lynn Hogan, fæddist í fátækri fjölskyldu í smábæ í Texas. Að sögn þeirra sem þekktu hana langaði Smith alla tíð að líkjast kvikmyndastjörnunni Marilyn Monroe. „Nú hefur dauða hennar borið að með svipuðum hætti," segir Lenard Leeds, fyrrum lögmaður Smith.

Smith eignaðist dóttur á Bahamaeyjum fyrir fjórum mánuðum. Einkasonur hennar, Daniel, sem var tvítugur að aldri, lést í sjúkrastofu móður sinnar fjórum dögum eftir að systir hans fæddist. Réttarkrufning leiddi í ljós að Daniel hafði neytt nokkurra tegunda af lyfjum.

Tveir menn, Larry Birkhead, fyrrum unnusti Smith, og Howard Stern, lögmaður og vinur Smith, fullyrtu báðir að þeir ættu barnið með Smith. Litla stúlkan, Dannie Lynn Hope, erfir nú erfðakröfur móður sinnar á hendur dánarbús fyrrum eiginmanns hennar.

Smith giftist fyrst þegar hún var 17 ára gömul en skildi við eiginmann sinn skömmu eftir að Daniel sonur þeirra fæddist. Hún starfaði síðan við afgreiðslu hjá Wal-Mart og sem þjónustustúlka en gerðist síðan nektardansmær í Houston. Hún sat einnig fyrir hjá tímaritinu Playboy árið 1993. Skömmu síðar hitti hún olíukónginn J. Howard Marshall og árið 1994 giftu þau sig. Smith var þá 26 ára og Marshall 89 ára. Hann lést árið eftir.

Á næstu 12 árum átti Smith í hörðum deilum við E. Pierce Marshall, stjúpson sinn, um arf eftir Marshall. Þær deilur eru óleystar enn þótt margir dómstólar hafi tekið þær fyrir, þar á meðal hæstiréttur Bandaríkjanna. Pierce lést á síðasta ári.

Smith kom fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún lék m.a. í kvikmyndinni Illegal Aliens, sem til stendur að frumsýna á næstu vikum. Á árunum 2002-2004 stýrði hún m.a. raunveruleikasjónvarpsþætti þar sem fylgst var með henni við störf og leik. Fullyrt var í fjölmiðlum, að hætt hefði verið að sýna þættina vegna þess að Smith þyngdist ótæpilega.

Smith starfaði einnig sem talsmaður megrunarfyrirtækisins TrimSpa. Í vikunni var höfðað mál gegn TrimSpa og Smith þar sem fullyrt var að markaðsherferð fyrirtækisins hefði verið villandi.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli