Frétt

Guðjón A. Kristjánsson | 12.10.2006 | 16:53Vesturlandsvegur

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson.
Banaslys á þjóðvegum landsins voru 179 í 152 slysum á árunum 1998-2004. Á þessu ári eru þau orðin 30. Vissulega eru slys oft vegna þess að akstur er ekki í neinu samræmi við aðstæður, að ekki sé talað um kappakstur á vegum. Lélegir og ólýstir vegir eru samt sem áður ein meginástæða slysa, þó sem betur fer sleppi fólk oft ótrúlega úr bílveltum og árekstrum. Sá sem þetta ritar, hefur bæði lent í bílveltu fyrir ekki svo löngu síðan, og þakkaði guði að ná að lenda uppfyrir veg en ekki sjávarmegin í Siglufjarðarskriðum, og síðan því að keyra á svart hross í myrkri norður á Ströndum, sem alls ekki sást fyrr en alltof seint. Maður lærir af slíkri reynslu.

Ég sat afar fróðlegan fund með íbúum Kjalarness fimmtudagskvöldið 5. okt. sl. þar sem íbúarnir gerðu grein fyrir þeim algjöra skorti á bættu umferðaröryggi á Vesturlandsvegi sem að þeim sneri sem íbúum og foreldrum, búandi sitt hvoru megin við Vesturlandsveginn. Lagfæringar og endurbætur (nýr vegur) á Kjalarnesi og í Kollafirði hefur að sjálfsögðu orðið bitbein. Verið settur til hliðar í þeim deilum sem verið hafa í nokkur ár milli samgönguráðherra og fyrrum stjórnanda Reykjavíkur um Sundabraut. Seinkun framkvæmda á Vesturlandsvegi frá Hvalfjarðargöngum í Kollafjörð getur ekki beðið, þar þarf að hefjast handa strax við gerð aðreina og lýsinga svo forða megi því sem íbúar óttast fyrr en seinna, ef ekki verður að gert, að mjög alvarlegt slys, jafnvel hópslys, verði á Kjalarnesi.

Rök íbúanna fyrir því að krefjast lagfæringar strax eru algjörlega rétt. Umferð er nú orðin sú mesta á landinu um þennan vegarkafla og við hver vegamót án nokkurar aðreinar þar sem hámarkshraði er 90 km. á klst. Lýsingu vantar á veginn og sumstaðar mjög dimmt. Það voru skynsamlegar og sjálfsagðar tillögur um úrbætur strax sem þarna voru kynntar. Ég hvet íbúasamtök Kjalarness til þess að fylgja málinu eftir og fá íbúa byggðanna norðan Hvalfjarðar til þess að sameinast með þeim í þrýstingi á stjórnvöld og borgaryfirvöld að hefja þegar framkvæmdir í öryggismálum umferðar á þessum hluta Vesturlandsvegar eins og Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður lagði til á fundinum, og margir tóku undir. Meðan Sundabraut er ennþá í sínum furðulanga meðgöngutíma á að hefja endurgerð eða/og nýlagningu vegar ofar en núverandi vegur liggur, með 2 sinnum 2 aðskildar akreinar í báðar áttir.

Við sjáum reynsluna af slíkum vegum á Reykjanesbraut og verðum að horfa til framtíðaröryggis í sífellt vaxandi umferð á Íslandi.

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli