Frétt

mbl.is | 17.01.2002 | 16:04Muhammad Ali sextugur

Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali varð sextugur í dag. Ali er af mörgum talinn vera besti hnefaleikari allra tíma en ferill hans spannaði tvo áratugi og á þeim tíma vann hann 56 bardaga, þar af 37 á rothöggi. Ali, sem þjáist af Parkinsonveiki, nýtur gífurlegrar alþjóðlegrar virðingar og hlustendur breska ríkisútvarpsins, BBC, völdu hann m.a. mesta íþróttamann 20. aldarinnar og lesendur bandaríska tímaritsins Sport Illustrated veittu honum svipaðan heiður. Nýlega var frumsýnd kvikmynd um líf hans með Will Smith í aðalhlutverki.
Muhammad Ali fæddist 17. janúar 1942 í Louisville í Kentucky. Hann hét þá Cassius Clay en breytti nafni sínu síðar þegar hann tók íslamstrú. Hann byrjaði að æfa hnefaleika 12 ára gamall og sem áhugamaður varð hann ólympíumeistari í Róm árið 1960. Síðar henti hann verðlaunapeningnum í Ohioá til að lýsa vanþóknun sinni á því að fá ekki afgreiðslu í veitingahúsi af því hann var blökkumaður.

Ali gerðist atvinnumaður eftir ólympíuleikana og fékk árið 1964 rétt til að skora á Sonny Liston þáverandi heimsmeistara. Ali stríddi Liston, kallaði hann ljótan gamlan bangsa, og rotaði hann í sjöttu lotu.

Hann varði heimsmeistaratitilinn níu sinnum í kjölfarið en var sviptur titlinum 1969 þegar hann neitaði að gegna herþjónustu í Vietnam stríðinu, og var einnig dæmdur í fimm ára fangelsi. Þeim dómi var raunar hrundið af áfrýjunardómstóli.

Þremur árum síðar, þegar efasemdir um Vietnamstríðið voru farnar að magnast, snéri Ali aftur í hringinn og barðist við Joe Frazier en tapaði. Tveimur árum síðar, þegar Ali var 32 ára, kom hápunktur ferils hans þegar hann endurheimti heimsmeistaratitilinn í frægum bardaga við George Foreman í Zaire.

Nokkru síðar mættust þeir Frazier og Ali í þriðja skipti. Bardaginn fór fram í Manila á Filippseyjum og eftir 14 lotur varð Frazier að játa sig sigraðan.

Í febrúar árið 1978 varð Ali fyrir miklu áfalli þegar hann tapaði heimsmeistaratitilinum til Leon Spinks, sem er 12 árum yngri. Átta mánuðum síðar mættust þeir Ali og Spinks aftur og höfðu þá aldrei jafn maragir fylgst með hnefaleikakeppni í heiminum. Í þetta skipti var Ali gæðaflokki fyrir ofan Spinks og voru dómarar sammála um að úrskurða honum sigurinn á stigum. Ali hafði því unnið heimsmeistaratitilinn í þungavikt í þriðja skipti, 36 ára gamall.

Talið er að Ali hafi þénað jafnvirði 6 milljarða króna með hnefaleikum en hann var jafnan örlátur á fé sitt og árið 1979 var lítið eftir. Hann féllst á á að berjast við Trevor Berbick í desember 1981 en tapaði á stigum og í kjölfarið lýsti hann því loks yfir að hann væri hættur keppni.

Síðar sama ár komst orðrómur á kreik um að hann gengi ekki heill til skógar og nokkru síðar greindist hann með Parkinsonveiki. Hann hefur þó jafnan ferðast um heiminn til að vekja athygli á mannúðarmálum og árið 1996 kveikti hann ólympíueldinn í Atlanta. Við það tækifæri fékk hann afhentan gullpening, eftirlíkingu af peningnum sem hann vann í Róm.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli