Frétt

Gunnar Hallsson | 25.05.2006 | 11:02Bolungarvík - kosningarennibrautin

Gunnar Hallsson.
Gunnar Hallsson.
„Nú ætla bara öll framboðin að reisa rennibrautina sem þig er búið að dreyma um að fá í sundlaugargarðinn okkar“, sagði góður vinur minn er ég hitti hann á förnum vegi á dögunum. „Flott“ sagði ég, „en ég hef ekki orðið var við að þau hafi haft ofsalegan áhuga á þessu málinu fram til þessa, þannig að kosningarennibrautin þeirra virkar á mig eins og hver annar loftgítar“. Í lok janúar á næsta ári eru þrjátíu ár frá því að Sundlaug Bolungarvíkur var formlega vígð. Það væri því vel við hæfi að fara að huga að metnaðarfullri uppfærsu á mannvirkinu í því skyni að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til sundlaugarmannvirkja í dag.

Ég hef sannarlega orðið var við mikinn áhuga hjá þeim sem sundlaugina sækja fyrir því að sundlaugargarðurinn verði gerður barnvænni þannig að farið geti saman sólbaðsdekur fullorðna fólksins og ærslaleikur barnanna. Þá má nefna að sundlaugin okkar á í mikilli samkeppni um ferðamenn við Suðureyrarlaugina yfir sumartíman þar sem sú laug þykir bjóða uppá fjölskylduvænna umhverfi með t.d grunnri barnalaug.

Þetta er því einnig markaðslegt tækifæri fyrir okkur. Margoft hef ég óskað eftir því að láta vinna tillögur að einhverskonar „vatnaparadís“ í garðinum við sundlaugina, en fyrir því hefur ekki verið áhugi hjá þeim sem með völdin hafa farið. Engin umræða hefur farið fram um það hvort einhverjar fjármögnunarleiðir séu færar, en til þess að gera slíka könnun verður að liggja fyrir umfang verkefnisins. Ég hef til að mynda beitt mér fyrir því í starfi mínu í íþróttamiðstöðinni að fá styrktaraðila til að leggja okkur lið við kaup á tækjabúnaði í íþróttamiðstöðina. Þannig höfum við fengið styrki uppá vel á aðra milljón til tækja og búnaðarkaupa. á s.l tveimur árum .

Nýjasta dæmið er ný og fullkomin markatafla í íþróttasalinn sem tekin var í notkun á nýafstöðnu Fantamóti í körfubolta fyrir stuttu. Menningarsjóður Sparisjóðs Bolungarvíkur styrkti kaupin á markatöflunni og einnig lagði Reimar Vilmundarson málinu lið.

Að beiðni bæjarráðs var aflað upplýsinga um hugsanlegan kosnað við barnalaug og rennibraut. Þær upplýsingar voru sendar bæjarráði og íþrótta- og æskulýðsráði s.l haust ásamt tillögu um að skipuð yrði þriggja manna nefnd sem hefði það verkefni að láta gera uppdrátt af mögulegu skipulagi garðsins, kostnaðargreina og athuga fjármögnunarkosti. Engin viðbrögð voru við þessari tillögu hvorki í bæjarráði né í íþrótta- og æskulýðsráði.

Ég hef því reynt að en viljinn er ekki til staðar. Áhugavert útisvæði við sundlaugina myndi örugglega stór auka aðsókn ferðamanna og þar með tekjur laugarinnar, en aukning rekstarkostnaðar yrði hinsvegar óveruleg. K-listinn mun taka þetta mál föstum tökum og sannarlega skoða alla möguleika þess með opnum og jákvæðum huga.

Gunnar Hallsson. Höfundur skipar 2. sætið á lista Bæjarmálafélagsins í Bolungarvík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli