Frétt

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir | 14.05.2006 | 21:20Bjartari framtíð með tilkomu Háskólaseturs Vestfjarða

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Fyrir 370 árum var stofnaður háskóli í litlu þorpi í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum. Þegar þessi háskóli var stofnaður voru aðeins níu nemendur sem höfðu einn prófessor. Í dag er þetta litla þorp, Cambridge með u.þ.b. 100 þúsund íbúa og er sjöunda stærsta borg Massachusetts. Þessi litli háskóli, sem stofnaður var fyrir öllum þessum árum, hefur nú vaxið frá níu nemendum í meira en 18 þúsund nemendur í grunn- og framhaldsnámi. Aðrir 13 þúsund nemendur eru skráðir í annað nám og meira en 14 þúsund manns starfa við skólann. Sjö forsetar Bandaríkjanna hafa stundað nám við þennan skóla og meira en 40 Nóbelsverðlaunahafar. Þessi „litli“ háskóli sem um ræðir er Harvard háskóli.

Hugmyndinni um stofnun háskóla í Tromsø, í Noregi var fyrst varpað fram árið 1918. Mörgum árum seinna, eða árið 1962 tóku stjórnmálamenn hana upp og var Háskólinn í Tromsø stofnaður tíu árum seinna. Stofnun háskóla svo langt í norðri var lýst sem landsbyggðartilraun og voru ótal raddir uppi sem töluðu gegn því, sem margir töldu vera algera vitleysu. Því var spáð að erfitt myndi verða að fá bæði kennara og nemendur og skólinn því seint ná að vinna sér inn virðingu eða ná einhverri stærð. Stjórnmálamenn í Noregi voru þó nægjanlega hugrakkir til að hlusta ekki á þessar úrtöluraddir og töldu mikilvægt að jafnvægi væri á milli svæða hvað varðar menntunarmöguleika. Þessi djarfa tilraun heppnaðist vel og er skólinn meðal fremstu skóla á sviði kennslu og rannsókna í Noregi.

Ástæða þess að ég rifja upp sögu þessara skóla er einföld: Háskólasetur Vestfjarða. Í dag stöndum við í sömu sporum og íbúar Tromsø stóðu í fyrir um fjörtíu árum. Nú er kominn vilji meðal sveitarstjórnarmanna að byggja á þeim grunni sem Háskólasetur Vestfjarða er og stofna hér sjálfstæðan háskóla. Enn einn háskólinn? hvá eflaust margir. En líkt og í Noregi þá búa hér stjórnmálamenn, sem eru nægjanlega hugrakkir til að hlusta ekki á úrtöluraddir og þora að lýsa því yfir að hér verði kominn háskóli innan þriggja ára.

Með því að vinna ötullega að því á næstu árum að byggja upp traust annarra og útvega fjármagn til uppbyggingar má byggja hér upp sjálfstæðan háskóla. Slíkur skóli sem byggir á sérstöðu Vestfjarða myndi laða að sér bæði kennara og nemendur. Hér eru einstök tækifæri til náms og rannsókna, hvort sem er í náttúruvísindum eða félagsvísindum. Tækifæri sem synd væri að nýta ekki.

Það hvort Háskóli á Vestfjörðum verður með níu nemendur eða 100 í upphafi mun koma í ljós, en hvort sem verður þá vitum við að háskólinn verður kominn til að vera. Framsóknarflokkurinn hefur verið ötull stuðningsmaður uppbyggingu háskóla á Vestfjörðum og mun berjast áfram, þar til takmarkinu hefur verið náð. Við Framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ höfum bjartsýni, framsýni og kraft fyrir þig. Merktu því X við B á kjördag.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli