Frétt

| 22.11.2001 | 07:26Viðræður um íþróttamannvirki v. Landsmóts

Íþróttamiðstöðin á Þingeyri.
Íþróttamiðstöðin á Þingeyri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fól á fundi sínum í þessari viku Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra og Birnu Lárusdóttur formanni bæjarráðs að fara í viðræður við Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþróttanefnd ríkisins vegna mannvirkjagerðar fyrir Landsmót UMFÍ í Ísafjarðarbæ árið 2004. Á fundinum var jafnframt lögð fram greinargerð Narfa Hjörleifssonar tæknifræðings hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen um úttekt hans á íþróttasvæðum og íþróttamannvirkjum á Ísafirði og Þingeyri.
Úttektin var gerð að beiðni Íþróttasjóðs ríkisins og tilgangur hennar að meta núverandi ástand svæða og mannvirkja. Jafnframt er þar gerð grein fyrir þeim úrbótum sem nauðsynlegar teljast til að hægt verði að halda íþróttamót á borð við landsmót UMFÍ.

Greinargerð tæknifræðingsins fer hér á eftir í heild.


Greinargerð
vegna skoðunar á íþróttamannvirkjum
á Ísafirði og Þingeyri


Miðvikudaginn 24. október sl. fór undirritaður, að beiðni Íþróttasjóðs, til Ísafjarðar til skoðunar á íþróttasvæðum á Ísafirði og Þingeyri. Björn Helgason, íþróttafulltrúi Ísafjarðarbæjar, tók á móti mér og sýndi mér staðhætti og þau íþróttamannvirki sem stóð til að skoða. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir niðurstöðum skoðunarinnar, en um var að ræða mat á núverandi ástandi svæða með tilliti til væntanlegs landsmóts UMFÍ árið 2004.


Þingeyri

Á Þingeyri var íþróttavöllur skoðaður ásamt íþróttahúsi og sundlaug. Við nutum leiðsagnar Sigmundar F. Þórðarsonar, sem hefur haft veg og vanda af uppbyggingu íþróttamannvirkja á staðnum. Einnig var forstöðumaður íþróttahússins, Þorbjörg Guðmundsdóttir, til staðar í íþróttahúsinu.


Núverandi ástand

Á Þingeyri er nýlegt íþróttahús, sem að innanmáli er 30 x 30 m, og innisundlaug, sem er 8 x 16,67 m (íþróttamiðstöð).

Við hliðina á íþróttahúsinu er íþróttavöllur með hlaupabraut ásamt kasthringjum fyrir kringlu- og kúluvarp. Stærð hlaupabrautar er 400 m með radíus 36,5 m í boga. Brautir eru fjórar, að undanskildum beinum brautum sem eru sex.

Innan hlaupabrautar er knattspyrnuvöllur (malarvöllur), sem er merktur 100 x 64 m. Auðvelt er að stækka hann í fullkominn keppnisvöll, 105 x 68 m.

Við enda vallarins, fjær íþróttahúsinu, er atrennubraut fyrir lang- og þrístökk.

Ástand vallar er nokkuð gott og má gera ráð fyrir að með góðu viðhaldi verði völlurinn ágætur. Hlaupabraut og atrennubraut er lögð gjallblöndu, sem virðist vera hið besta efni. Engar bríkur (sarg) eru umhverfis hlaupabraut, þar sem gömlu bríkurnar eru úr sér gengnar. Atrennubraut fyrir spjótkast hefur ekki verið lögð slitlagi.


Úrbætur
(miðað er við að hlaupabrautir verði ekki lagðar gerviefni)

Helstu úrbætur fyrir stórmót eru eftirfarandi:

Þökuleggja þarf knattspyrnuvöll.

Setja þarf brík unhverfis hlaupabraut.

Færa þarf atrennubraut fyrir lang- og þrístökk út fyrir hlaupabraut (ef knattspyrnuvöllur á að standast 105 x 68 m) og þá að hafa hana fyrir framan áhorfendabrekku. Hagkvæmt er að hafa eina atrennubraut og tvær sandgryfjur. Gera má ráð fyrir að hægt verði að nýta atrennubrautina fyrir lang- og þrístökk einnig fyrir stangarstökk.

Kasthringir eru til staðar en hugsanlegt er að yfirfara þurfi frágang þeirra og staðsetningu.

Ekki er lagt mat á íþróttahúsið, en í því eru góð áhorfendasæti.

Í sundlaugarhúsi er ekki mikið gólfpláss fyrir áhorfendur.


Ísafjörður

Á Ísafirði var íþróttavöllurinn á Torfnesi skoðaður ásamt íþróttahúsinu sem þar er við hliðina. Íþróttahúsið er í fullri stærð miðað við keppnisgreinar innanhúss og er hið vandaðasta. Einnig var skoðað svæði inni í Tungudal, sem heimamenn hugsa sér sem framtíðaríþróttasvæði.


Núverandi ástand á Torfnesi

Á Torfnesi eru tveir knattspyrnuvellir, grasvöllur og malarvöllur.

Grasvöllurinn er við hliðina á íþróttahúsinu og liggur innan við húsið. Á vellinum er fremur lélegt gras og þyrfti að fjarlægja það og sá í að nýju eða tyrfa.

Upphaflega var gert ráð fyrir að umhverfis grasvöll kæmi hlaupabraut, en hún hefur aldrei verið byggð (íþróttasvæðið var hannað 1961).

Engin aðstaða er fyrir frjálsar íþróttir, en svæðið býður upp á s

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli