Frétt

Össur Skarphéðinsson | 21.09.2005 | 09:53Embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra embættismanna

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá. Það var erfitt að skilja. Í frávísuninni fólst svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að ég man ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. En það vottaði hvorki fyrir skömm né iðrun.

Efnislega sagði dómurinn að ákærurnar hefðu verið ótæk moðsuða. Þetta er slíkt áfall fyrir embættið eftir það sem á undan gekk að það er ófært að stjórn þess verði látin standa óbreytt. Nú er komið að því að dómsmálaráðherra taki í taumana því það er á hans ábyrgð að stofnanir ráðuneytisins séu ekki í höndum fúskara. Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.

Ríkislögreglustjóri hefur nú fengið harkalegan skell í tveimur málum. Embættið klúðraði stóra myndfölsunarmálinu - þar sem alvarleg afbrot voru framin - með hreint ótrúlegum hætti eftir margra ára fokdýrar rannsóknir. Það var harður áfellisdómur yfir embættinu sem vakti strax alvarlegar spurningar um faglega getu þess, og þarmeð stjórnun embættisins.

Í dag voru svo allar verstu grunsemdir um vangetu embættisins staðfestar þegar Héraðsdómur vísaði frá öllum ákærum þess á hendur Baugi af því þær uppfylltu hreinlega ekki lágmarksskilyrði. Ákæruvaldið gat ekki sagt hverjir hefðu stolið, hve miklu né frá hverjum. Á mælotu máli þýðir þetta að dómurinn sagði að Haraldur Johannesen og Jón H.B.S. væru fúskarar sem kynnu ekki til verka og hefðu ekki dómgreind í lagi.

Ríkislögreglustjóri er til viðbótar svo gersneyddur veruleikaskyni að fulltrúi ákæruvaldsins í málinu Jón H.B.S. hélt því blákalt fram að dómurinn væri síður en svo áfall yfir embætinu - heldur partur af ferlinu? Hvaða ferli, með leyfi að spyrja? Heldur ríkislögreglustjóri og cand. juris Jón H.B.S. að þegar ákært er í nafni embættisins séu þeir í einskonar Gettu Betur spurningakeppni þar sem menn fá að giska, og geta betur, og giska aftur - þangað til þeir slampast hugsanlega á rétt svar?

Opinberar ákærur snúast um líf fólks, um réttlæti og en fyrst og síðast um grundvallarreglur í réttarríkinu. Ég ber enga sérstaka virðingu fyrir Baugsfeðgum og mér geðjast ekki að vinnubrögðum þeirra. En ég ber virðingu fyrir réttarríkinu. Það gerir sér ekki mannamun. Það veitir öllum jafnt skjól. Líka þeim sem mér líkar ekki við. Þannig vil ég hafa það af því þannig tryggir réttarríkið réttindi allra, hárra sem lágra - líka harðdrægra og ósvífinna viðskiptamógúla.

Ef ákærurnar standast ekki - þá standast þær ekki. Það er enginn millivegur. Þá eru þær fúsk sem hefði betur verið sett ofan í skúffu í stað þess að gera fjölda manns miska, embættinu óbætanlegan skaða, bletta lögreglukerfið í landinu - og valda skattgreiðendum tugmilljóna tjóni. Fúsk Jóns og Haraldar Johannessen kostaði skattgreiðendur í gær tæpar 40 milljónir. Þá er ótalin sú bótaábyrgð sem ríkinu er hugsanlega bökuð með gáleysi þeirra í starfi og kann að hlaupa á margfalt stærri upphæðum sem við skattgreiðendur munum líka þurfa að greiða.

Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu.

Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf.

- Össur

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli