Frétt

| 04.10.2001 | 06:56Drukkið úr tærri lind og súrur etnar af túni

Michio Nakajima ásamt Úlfari S. Ágústssyni við sjóstangveiðar í Djúpinu.
Michio Nakajima ásamt Úlfari S. Ágústssyni við sjóstangveiðar í Djúpinu.
Íslandsvinir eru þeir títt nefndir sem hingað reka tána, jafnvel aðeins einu sinni, einkum ef nöfn þeirra eru fræg. Aðrir taka ástfóstri við land og þjóð þótt minna beri á þeim (og Íslandsvináttunni) í fjölmiðlum hérlendis. Einn þeirra sem bundist hafa Íslandi og þó einkum Ísafjarðardjúpi sérstakri vináttu er japanskur maður að nafni Michio Nakajima. Það má segja að hann sé Íslandsvinur með (óvenjulega) stórum staf. Nakajima er búsettur í Tókíó þar sem hann rekur listaverkamiðstöð; auk þess lifir hann á fjárfestingum í japönskum fyrirtækjum.
Michio Nakajima er mikill áhugamaður um tónlist, ekki síst nútímatónlist, og safnar íslenskri tónlist sérstaklega. Þá hefur hann pantað sér mörg verk eftir íslensk tónskáld og látið gefa út safn slíkra verka á geisladisk í Japan.

Vegna tónlistaráhuga síns komst Nakajima í kynni við Jónas Tómasson tónskáld á Ísafirði. Fyrir þrem árum kom hann fyrst í heimsókn til Ísafjarðar ásamt konu sinni og dóttur og hitti þá þau hjón Jónas og Sigríði Ragnarsdóttur. Dvaldist hann hér nokkra daga og fór meðal annars á sjóstangveiðar með Úlfari Snæfjörð Ágústssyni, í miðnæturferð út í Vigur og víðar um nágrennið. Í Vigur urðu þau mjög hrifin af landinu og sjónum og allri náttúrunni.

Jónas rifjar upp að þetta hafi verið snemma um vor og fugl nýorpinn. Um miðnættið var allt kyrrt og friðsælt; hundasúrur etnar af túninu. Við það tækifæri varð herra Nakajima að orði, að nú væri hann kominn langt frá Japan! Enda ekki daglegt brauð fyrir mann úr stórborginni Tókíó að komast í svo nána snertingu við náttúruna, drekka vatn af tærri lind og eta súrur jarðarinnar milliliðalaust.

Eftir ferðina til Ísafjarðar 1998 skrifaði Nakajima greinar í „héraðsfréttablaðið“ í Tókíó. Eintök hafa borist alla leið á héraðsfréttablaðið í Sólgötu á Ísafirði en þar treysta menn sér ekki til að þýða skrifin á íslensku. Þó er ljóst af myndum sem fylgdu að fegurð Djúpsins hefur skilað sér vel alla leið austur fyrir Kínastrendur.

Og nú var Michio Nakajima aftur á ferð við Djúp ásamt konu sinni. Jónas Tómasson fór nú með þau út í Skálavík og á náttúrugripasafnið í Bolungarvík. Hrifningin var ekki minni nú en síðast. Þá fóru þau og heimsóttu Pétur Hjálmarsson inn í Brautarholt í Skutulsfirði, en þar hefur Pétur nýlega sest að með gullsmiðju sína eftir áralanga búsetu í Danmörku. Michio hreifst mjög af listaverkum og nytjahlutum sem Pétur smíðar en svo vill til að hann selur stóran hluta framleiðslunnar til Japans. Fékk hann þarna nýjan kúnna.

Michio Nakajima stóð aðeins við í tvo daga að þessu sinni en trúlegt má þykja að hann stingi enn upp kollinum hér síðar. Eins og margir sem kynnast landi og þjóð hefur hann fengið Íslandsveikina og má með sanni segja að hann sé orðinn Vinur Ísafjarðar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli