Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 25.05.2005 | 16:11Fer Davíð aftur í borgarstjórnina?

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Nú standa yfir viðræður um framtíð Reykjavíkurlistans milli flokkanna sem standa að listanum, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna. Eðlilega fylgjast menn með af áhuga hvernig framboðsmál skipast í höfuðborginni. Reykjavíkurborg er langfjölmennasta sveitarfélag landsins og ráðandi á sveitarstjórnarstiginu og auk þess hafa úrslit kosninga í Reykjavík áhrif á landsstjórnina. Sú kenning er ansi lífsseig að þjóðin vilji ekki að sömu flokkar stjórni borginni og landinu. Hvað svo sem hæft er í því þá missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sinn í borginni í næstu kosningum eftir að flokkurinn komst í ríkisstjórn 1991 og hefur flokkurinn tapað þremur kosningum í röð í Reykjavík.

Flokkarnir, sem áratugum saman höfðu verið í minnihluta í borginni, náði samkomulagi um sameiginlegt framboð 1994 og hafa síðan unnið meirihluta í þremur kosningum. Það er einstæður árangur, þeir hafa verið við völd í 12 ár samfleytt og aldrei fyrr hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í minnihluta svo lengi. Raunar hafði Sjálfstæðisflokkurinn alltaf haft hreinan meirihluta utan kjörtímabilið 1978-1982.

Vissulega ber á því að þreytu er farið að gæta með samstarfið og raddir uppi innan allra þriggja flokkanna um að tímabært sé breyta til. Samfylkingin hefur orðið til eftir að samstarfið hófst og þar innan dyra er áhugi á því að flokkurinn bjóði fram einn og sér og kanni stöðu sína. Fyrir því eru þau rök að Samfylkingin muni keppa við Sjálfstæðisflokkinn um forystu í íslenskum stjórnmálum og að því komi að flokkarnir takist á í höfuðborginni. Eins er vilji innan Framsóknarflokksins til framboðs á eigin vegum í því skyni að efla innviði flokksins og gera hann sýnilegan á eigin forsendum.

Ég held að menn eigi að fara með gát og spyrja sig að því hvers vegna eigi að breyta því sem hefur tekist og hverjum breytingin muni gagnast. Staðan er sú að miðju- og vinstriflokkarnir hafa gert samstarfssamning, lagt hann fyrir kjósendur og unnið. Meðan þeir geta endurnýjað málefnasamning sinn og sótt fram eiga þeir góða vinningsmöguleika. Sjálfstæðisflokkurinn er stöðugt að veikjast og hægri vængurinn er nú klofinn með tilkomu Frjálslynda flokksins. Augljós forystukreppa er í Sjálfstæðisflokknum og framundan eru átök innan flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að reyna allar leiðir án árangurs, allt frá því að skipta um borgarstjóra fyrir kosningarnar 1994, þegar stefndi í ósigur, til þess að kalla einn af ráðherrum flokksins til þess að leiða listann fyrir síðustu kosningar, árið 2002. Nú eru þeir í þeim sporum að enginn af borgarfulltrúum þeirra er líklegur til þess að fella núverandi meirihluta. Frjálslyndir eru sprækir undir forystu Ólafs F. Magnússonar og líklegir til þess að fá mann kjörinn á nýjan leik og meðan svo er eiga sjálfstæðismenn engan möguleika á sigri gegn Reykjavíkurlistanum. Eini maðurinn sem gæti snúið taflinu við er Davíð Oddsson. Ég sé engan annan sigurmöguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn að óbreyttu samstarfi meirihlutaflokkanna. Svo það er spurningin hvort formaður Sjálfstæðisflokksins snýr aftur til upphafsins með það í huga að ljúka stjórnmálaferlinum þar sem hann hófst.

Reykjavíkurlistinn hefur alla möguleika á því að halda velli í næstu kosningum. Þrátt fyrir allt er það besti kosturinn fyrir alla flokkana sem að listanum standa. Bjóði þeir fram hver fyrir sig verður það vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins, sem mun benda á að þeir hafi ekki getað komið sér saman um málefnagrundvöll fyrir kosningar og séu því ekki líklegir til þess eftir kosningarnar. Á það verður bent, að þar sem Framsókn (og jafnvel Vinstri grænir) hafi ekki getað náð saman við Samfylkinguna fyrir kosningar, sé 12 ára samstarfi þeirra lokið og þeir ætli sér því að halla sér til hægri eftir kosningar. Það mun styrkja sjálfstæðismenn og auka líkur þeirra á hreinum meirihluta. Hætta Framsóknarflokksins væri einmitt sú að menn segðu sem svo að það væri alveg eins gott að kjósa Sjálfstæðisflokkinn beint og milliliðalaust fyrst hann augljóslega stefndi þangað til samstarfs og þeir sem ekki vildu það myndu kjósa hinn kostinn, Samfylkinguna.

Vandi Samfylkingarinnar yrði líklega helst sá að flokkurinn gæti einangrast í kosningabaráttunni, þar sem flokkurinn væri ólíklegastur til að verða í meirihluta. Slík niðurstaða gæti haft þau áhrif á landsvísu að draga úr möguleikum Samfylkingarinnar til þess að komast í ríkisstjórn eftir næstu Alþingiskosningar. Það er eitt af því sem nýkjörin forysta Samfylkingarinnar þarf að hafa í huga núna.

Framsóknarmenn í Reykjavík hafa staðið sig vel í Reykjavíkurlistasamstarfinu og unnið vel að borgarmálunum. Áhrif flokksins hafa aldrei verið meiri í Reykjavík og borgarfulltrúar flokksins komist vel frá verkum sínum. Alfreð Þorsteinsson er orðinn helsti forystumaður Reykjavíkurlistans og sá sem menn treysta mest á við úrlausn erfiðra mála. Framsóknarmenn hljóta að vinna út frá þessum staðreyndum. En gleymum því ekki í lokin að það eru einmitt þeir, framsóknarmenn í Reykjavík, sem ráða framboðsmálum sínum til lykta.

Kristinn H. Gunnarsson - kristinn.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli