Frétt

Leiðari 34. tbl. 2001 | 22.08.2001 | 16:17Holur hljómur

Sjávarútvegsráðherra situr fastur við sinn keip. Ráðherrann virðist litlu skipta sú ógn sem steðjar að sjávarplássum víðs vegar um landið með fyrirhugaðri kvótasetningu á smábáta. Ráðherrann og fylgisveinar hans láta ítrekaðar niðurstöður skoðanakannana, þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar telur trillukarla eiga njóta sérstöðu og nálægðar við fiskimið, sem vind um eyrun þjóta. Hverra hagsmuna eru þessir menn að gæta?

Stórútgerðarmenn þykjast hundóánægðir. Trillukarlar margir hverjir gráti næst. Margir fyrrum í stéttinni kætast þó nú yfir seljanlegum kvóta út á trilluhornið, sem þeir seldu fyrir margt löngu. Eins til tveggja alvörujeppa andvirði að gjöf frá Alþingi Íslendinga, beint í vasann, er ekki amalegt þegar við blasir nýtt met í gjaldþrotasögu íslenskra fyrirtækja og einstaklinga.

Diplóið kann sitt fag. Útlendir ráðherrar mæra íslenska kollega með yfirlýsingum um þrekvirki í íslenskri fiskveiðistjórnun á meðan bolvískir trillukarlar segjast fara beint á hausinn fyrir tilverknað afreksmannanna. (Enda vita þeir bolvísku betur en þeir útlensku um hvað málið snýst). Varla er lofsöngurinn um friðunaraðgerðir kvótaáranna sem getið hafa af sér stöðugt minnkandi fiskistofna? Varla er aðdáunin tilkomin út af margföldun skulda sjávarútvegsins undir kvótakerfi?

Byggist hrifningin kannski á því, að eftir að hafa gefið fáeinum einstaklingum og fyrirtækjum ávísun á óveiddan fisk úti fyrir ströndum landsins, ígildi milljarða króna, þá vinni stjórnvöld áfram markvisst að því að koma sjávarútvegi á Íslandi endanlega í hendur örfárra aðila? Og, að Íslendingar, einir þjóða, stefni að því að útrýma vistvænustu veiðiaðferðinni, krókaveiðum, til þess eins að þóknast stórútgerðinni, sem vitað er að fær aldrei nóg? Og telur þá ekki þótt nokkur sjávarþorp fari í eyði.

Fjórir af fimm þingmönnum Vestfirðinga funduðu nýverið um málefni smábátaeigenda og yfirvofandi kvótasetningu 1. sept. nk. Hvort heldur var að væntingar væru uppi fyrir fundinn eða ekki, eru vonbrigðin með hann mikil. Segja má að það eina sem þingmennirnir voru sammála um hafi verið að vera ósammála um leiðir í þessu gífurlega hagsmunamáli vestfirskra byggða. Að ætla að Vestfirðingum sé huggun í því að „þingmennirnir hafi verulegar áhyggjur“ af því sem fram undan er, ber þess ekki vitni að þessum fulltrúum okkar á Alþingi hafi verið kappsmál að ljúka fundinum á þann veg, að ekki yrði efast um afstöðu Vestfirðinga.

Holur hljómur fortíðarergelsis þingmannanna hvers í annars garð gagnast okkur ekki. Þingmennirnir féllu á prófinu. Þeir höfðu ekki metnað til að komast frá þessu máli með bravör.
s.h.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli