Frétt

| 24.03.2000 | 13:11Kvenþjóðin sigursæl hér vestra

Sigurvegararnir með verðlaunin sín: Ásrún, Ingibjörg Þórdís, Arnþrúður og Magni Þór.
Sigurvegararnir með verðlaunin sín: Ásrún, Ingibjörg Þórdís, Arnþrúður og Magni Þór.
Lokahátíð Stóru upplestrar-
keppninnar hér vestra var haldin í gær í sal Grunnskólans á Ísafirði. Keppendur voru tólf úr fjórum skólum á norðanverðum Vestfjörðum en gestir voru um hundrað. Kvenþjóðin reyndist sigursæl. Fyrstu verðlaun hlaut Bolvíkingurinn Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir, í öðru sæti varð Ásrún Sigurjónsdóttir á Ísafirði og í þriðja sæti Arnþrúður Gísladóttir á Ísafirði. Sérstaka viðurkenningu og aukaverðlaun hlaut Önfirðingurinn Magni Þór Björnsson.
Íslandsbanki á Ísafirði veitti samtals kr. 30 þúsund í verðlaun auk þess sem verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjöl. Allir keppendur fengu bókina Íslenska orðsnilld að gjöf frá Máli og menningu og blóm frá Blómaturninum á Ísafirði og Blómabúð Ísafjarðar.

Dómnefnd var skipuð þeim Margréti Geirsdóttur og Páli Gunnari Loftssyni af hálfu heimamanna og Baldri Sigurðssyni og Guðríði Óskarsdóttur frá undirbúningsnefnd keppninnar.

Pétur Bjarnason, forstöðumaður Skólaskrifstofu Vestfjarða, setti hátíðina og stýrði henni. Rósa Björk Þorsteinsdóttir, skóla- og menningarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, flutti ávarp og Baldur Sigurðsson, lektor við KHÍ, skýrði frá aðdraganda keppninnar. Síðan lék Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir á harmoniku lagið Belfiori eftir Frosini en Helga er í 7. bekk eins og keppendurnir.

Keppnin fór síðan þannig fram, að fyrst lásu keppendur saman tvær þjóðsögur og síðan las hver þeirra eitt ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Í stuttu hléi voru veitingar í boði Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Samkaupa á Ísafirði en síðan lék annar harmonikuleikari í 7. bekk, Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir, lag úr Vilhjálmi Tell eftir Rossini. Þá fór fram lokaatriði keppninnar, þar sem nemendur fluttu ljóð að eigin vali. Helga Kristbjörg innsiglaði dagskrána með því að leika Vorgleði eftir Braga Hlíðberg.

Keppnin fór hið besta fram. Það er mat aðstandenda að framkvæmdin hafi tekist vel og aukið áhuga og skilning nemenda á bókmenntum og túlkun þeirra. Undirbúningur að þessari lokahátíð hefur staðið síðan í haust með æfingum í skólunum og keppni innan hvers skóla.

Veður var rysjótt í gær og áttu keppendur frá Suðureyri og úr Önundarfirði í basli með að komast að heiman og heim. Með harðfylgi og þrautseigju tókst þó hvort tveggja.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli