Frétt

Jóhann Ársælsson | 15.06.2004 | 13:47Útför dagabátakerfisins

Jóhann Ársælsson.
Jóhann Ársælsson.
Allt frá árinu 1990 að eignarhaldi á veiðirétti var komið í það horf sem nú er hefur nánast engin nýliðun verið í útgerð. Eina undantekningin hefur verið í smábátaflotanum. Þar var skilið eftir lítilsháttar svigrúm til aukningar. Þett gat í kerfinu hafa duglegir sjómenn og fjölskyldur þeirra nýtt sér til atvinnu fyrir sig og sín byggðarlög. Það er hollt hverjum þeim sem vill í raun gera sér grein fyrir áhrifum eignarhaldsins á fiskinum í sjónum að velta fyrir sér ástandi margra sjávarbyggða víða um land ef þetta gat hefði ekki verið í kerfinu. Afdrif þeirra smábáta sem lentu strax í aflamarkskerfinu eru flestum kunn, þeir bókstaflega gufuðu upp.

Með síðustu lagasetningu á Alþingi er nú komið á sambærilegt kerfi á öllum flotanum. Það mun örugglega að óbreyttu verða til þess að kvótinn safnast á færri og færri hendur eins og reynslan hefur sýnt. Hann mun fyrst um sinn flytjast á stærstu bátana í krókaflamarkskerfinu en að lokum munu stjórnvöld láta undan þrýstingi um að opna milli kerfanna. Þess er ekki að vænta að nýliðun í útgerð verði lífgjöf í mörgum sjávarbyggðum. Strax á sumrinu 2005 munu þau byggðarlög sem átt hafa að fagna sumarútgerð smábáta finna verulegan mun á í lönduðum afla.

Á sama tíma og Íslendingar loka síðustu smugu frjálsræðis til sjósóknar íhuga Færeyingar í fullri alvöru að gefa veiðar minnstu bátanna frjálsar. Þessi vandi er mesta framtíðarógn sjávarbyggða á Íslandi. Ferill dagabátamálsins og niðurstaða lýsir í raun þeirri einörðu stefnu stjórnvalda að koma einkaeignarhaldi á alla fiskistofna. Engin branda má synda munaðarlaus um Íslandsmið. Af hverju einasta kóði sem á land kemur skal greiða gjald til kvótaeigandans. Það er hið raunverulega veiðigjald. Nýliðar í útgerð greiða það svo dýru verði til handhafa veiðiréttar að hefja útgerð að það kemur í veg fyrir að ungt fólk reyni fyrir sér við þennan mikilvægasta atvinnuveg landsbyggðanna.

Hvað var valið um á Alþingi nú?

Umræður um málefni dagabáta hafa verið miklar undanfarin ár. Það stjórnkerfi sem þeir bjuggu við var þannig úr garði gert af hálfu stjórnvalda að að úthlutunargrunnur hópsins var ákveðinn 2100 tonn en dagafjöldinn átti að skerðast þar til jafnvægi kæmist á. Það var þess vegna skýr stefna stjórnvalda að fækka bátunum úr tæplega 300 niður í 50 til 70 báta. Um þetta gat aldrei orðið nein sátt. Forsvarsmenn smábátaeigenda höfðu barist fyrir því að dagafjöldinn færi ekki niður fyrir 23 og að aflaviðmiðunin yrði hækkuð til samræmis við það. Í endalausu stappi um þetta við sjávarútvegsráðherra fékkst aldrei fram vilji til að hækka viðmiðunina nóg til að hægt yrði að stjórna veiðum á grundvelli þessa dagafjölda.

Upphaflegt frumvarp ráðherrans í vetur gekk út á það að þeir sem vildu gætu valið sig út úr kerfinu á grundvelli aflareynslu. Hinir sem eftir sætu ættu svo að gera út á grundvelli þeirrar aflareynslu sem eftir yrði í dagakerfinu. Í dagakerfinu var veiðirétturinn sameiginlegur fyrir hópinn og enginn átti í raun meiri rétt en annar til aflans. Með því að senda þá sem mest höfðu fiskað síðustu tvö árin út úr kerfinu með meginhluta aflareynslunnar var í raun kveðinn upp dauðadómur yfir dagakerfinu. Það sem var hins vega athyglisvert í tillögunni var að nú var allt í einu hægt að taka mið af aflareynslu dagabátanna við úrlausn málsins.

Allir vita sem fylgst hafa með þessu máli að hefði sá veiðiréttur sem þarna var allt í einu til skiptanna verið til staðar til að leysa málið á grundvelli sóknarstjórnunar hefði verið hægt að semja við forsvarsmenn smábátaeigenda á hálfum degi. Þegar þarna var komið urðu fyrirætlanir stjórnvalda forsvarsmönnum smábátaeigenda fullkomlega ljósar. Dagakerfinu yrði komið fyrir kattarnef. Þeir áttu þess vegna engan annan kost en þann sem þeir tóku þ.e.a.s. að reyna að hafa áhrif á hvernig jarðarförin færi fram. Nýtt frumvarp var samið á dagparti og nú voru stjórnvöld útbær á tíu þúsund tonn til að jarðsetja dagakerfið. Stjórnarandstæðingar sameinuðust þá um tillögu sem byggði á því að þessi aflagrunnur yrði notaður fyrir flotann í heild og að hann yrði í dagakerfinu áfram. Sú tillaga var fullkomlega raunhæf og hefði skotið traustum stoðum undir framtíð þessa eina vísis að sóknarstýringu sem eftir var í stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi. Um þessar tvær tillögur var valið í þinglokin.

Eiðar og efndir

Þingmenn Norðvesturkjördæmis voru kallaði á fund fyrir fáeinum mánuðum í íþróttahúsinu á Ísafirði. Þar lýstu þeir sem mættir voru allir því yfir að þeir væru tilbúnir að tryggja framtíð dagakerfisins á smábátunum.

Samt fór það svo að stjórnarþingmenn úr Norðvesturkjördæmi réðu úrslitum um þá niðurstöðu sem varð. Ekki þurfti reyndar nema þrjá af þeim t.d. Einar Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson sem báðir sóru þess eiða að verja þetta kerfi og varaþingmanninn Adolf Berndsen til að tryggja framtíð þessa kerfis. Sjálfur hafði Adolf ásamt öðrum í hreppsnefnd Höfðahrepps krafist þess fáeinum dögum fyrir þessa atkvæðagreiðslu að kerfið yrði varið. Allir hlupu þeir frá sínum heitum en Einar Oddur Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Magnús Stefánsson yfirgáfu landið til að frelsa heimsbyggðina á meðan málið var afgreitt.

Lokaorð

Niðurstaða þessa máls er enn ein staðfestingin á því að stefna stjórnvalda er í raun knúin áfram af þeirri pólitísku afstöðu að það skuli einkavæða fiskistofna á Íslandsmiðum. Þetta er gert þó að andstaða þjóðarinnar við þessar fyrirætlanir hafi verið öllum ljós frá upphafi. Dagabátamálið var meðhöndlað eins og aðrar ákvarðanir í þessum ferli. Eins og engum kæmi málið við nema þeim sem eru í útgerð nú. Þeir voru og eru að sjálfsögðu uppteknir af eigin stöðu. Þeir voru í raun vanhæfir til að gefa stjórnvöldum ráð eins og útgerðarmenn hafa allaf verið í ferli þessarar einkavæðingar Íslandsmiða.

Öðrum íbúum sjávarbyggðanna kom málið ekki við að mati stjórnvalda og því síður þjóðinni. Lokaafgreiðsla málsins á þingi var enn ein sönnunin fyrir því að þingræðið (lesist foringjaræðið) blífur sem fyrr í málefnum sem varða „sameiginlega auðlind þjóðarinnar“. Þar gengu menn að lokum undir okið þrátt fyrir alla sína svardaga.

hann Ársælsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli