Frétt

| 30.05.2001 | 13:28Fjöregginu kastað?

Sjómenn settu svip sinn á störf Alþingis undir lok vorstarfa þótt með mismunandi hætti væri. Fyrst mótmæltu verkfallsmenn lagasetningu og síðasta starfsdaginn 19. maí mótmæltu smábátasjómenn því að ekki væru sett lög til þess að fresta kvótasetningu ufsa, steinbíts og ýsu á smábátana, trillurnar. Lagafrumvarp Vestfjarðaþingmannanna Guðjóns A. Kristjánssonar og Karls V. Matthíassonar um frestun þessa nýja kvóta fékkst ekki rætt. Sjávarútvegsráðherra taldi ekki stætt á því að fresta enn um sinn gildistöku laga um þennan kvóta og bar við miklum líkum á málaferlum og vísaði í hinn fræga Valdimarsdóm Hæstaréttar.

Allt á sér sín rök, þar á meðal lög á verkföll og það að setja ekki lög um frestun gildistöku annarra laga, bæði með og á móti. Þingmenn Sjálfstæðisflokks á Suðurnesjum, þeir Árni R. Árnason og Kristján Pálsson, gengu svo langt að saka samflokksmenn sína og nafnana Einar K. Guðfinnsson, formann sjávarútvegsnefndar þingsins, og Einar Odd Kristjánsson, um að stefna stjórnarsamstarfinu í voða. Í þeim leik hefur þá þriðji stjórnarþingmaðurinn af Vestfjörðum, Kristinn H. Gunnarsson tekið þátt og allir þingmenn kjördæmisins staðið saman í málinu.

Það er ekki skrýtið. Stjórnmál snúast um hagsmuni og þeir eru ótvíræðir á Vestfjörðum, þar sem íbúar eiga allt sitt undir sjávarfangi og hið illa um talaða kvótakerfi hefur komið málum í það horf, að kvótinn hefur orðið græðgi eigenda sinna að bráð og þeir selt hann annað. Nauðvörn þeirra sem engan skerf fengu í kvótagróðanum þrátt fyrir ævistarf við sjávarútveg er að fá að veiða á trillu og færa þannig fisk að landi, sem reyndar hefði vart komið í land ella.

Á hátíðastundum hafa Vestfirðingar gjarna talið sér til tekna að eiga menn upp vaxna úr samfélaginu hér vestra í trúnaðar- og ábyrgðarstöðum syðra í nánd við kjötkatlana. Athygli vekur að Árni og Kristján eiga báðir rætur sínar hér, sá fyrri á Ísafirði, hinn í Hnífsdal og var auk þess sveitarstjóri á Suðureyri. Uppruninn reyndist ekki hin vonaða trygging. Vikan 14. til 20. maí var umbrotasöm og afdrifarík á Alþingi fyrir íslenskan sjávarútveg, 16. maí voru lögin sett sem bundu enda á sjómannaverkfallið og í vikulokin varð ljóst að barátta sjávarþorpa þyngdist. Ekki fara Vestfirðingar varhluta af þeirri þróun. Það brakaði í stjórnarsamstarfinu og línur skýrðust milli landsbyggðar og þéttbýlis í Reykjavík og nágrenni.

Hvort þessar dagsetningar verða skráðar í Íslandssögunni skal ósagt látið. En ljóst er að verslunar- og kauphallir eru taldar fullnægja eftirspurn eftir atvinnu syðra, en óvissan verður nagandi hér vestra, svo vitnað sé til orða fyrsta þingmanns Vestfirðinga, sem átt hefur erfiða daga. Sú mynd er blasir við í hugum margra er af tröllunum, sem kasta á milli sín fjöregginu. Gallinn er sá að nú sýnast þau hafa misst það og það er að falla til jarðar. Brotni það vita allir hvað gerist. En tröllin deyja ekki, heldur þeir sem horfa á.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli