Frétt

| 11.04.2001 | 13:43Kristján Rafn Guðmundsson á Ísafirði hefur keppt á gönguskíðum í hálfa öld

Kitti Muggs.
Kitti Muggs.
„Ég held að hann sé úr leðri allur í gegn, mannskrattinn, ég skil þetta ekki. Hann er eins og sauðnaut. Og étur eins og sauðnaut. Samt er hann alltaf jafngrannur.“ Þannig lýsti hvalveiðimaðurinn og skíðakappinn Konráð Eggertsson á Ísafirði Kristjáni Rafni Guðmundssyni (Kitta Muggs) skíðagöngukappa, eftir að þeir fóru saman í Birkibeinagönguna í Noregi í síðasta mánuði. Kristján er komin hátt á sextugsaldur en tekur enn fullan þátt í göngumótum bæði innanlands og utan. Kristján steig fyrst á gönguskíði þegar hann var þriggja eða fjögurra ára. „Ég var í þannig fjölskyldu að það var óhjákvæmilegt að ganga á skíðum. Ég þurfti ekki að grenja mikið til að fá mín fyrstu skíði“, segir hann.
Í Bæjarins besta, sem kemur út í dag, er ítarlegt viðtal við Kitta Muggs. Og tímasetningin er engin tilviljun, því að Skíðavika Ísfirðinga 2001 verður sett á Silfurtorginu á Ísafirði við hátíðlega athöfn kl. 17 í dag.

„Þá tíðkaðist það ekki að börn væru að leika sér uppi á Seljalandsdal“, segir Kristján um æsku sína. Pabbi tók mig nú samt með nokkuð ungan upp á Dal og það vakti mikla athygli. Ég var eina barnið á svæðinu og pabbi var eiginlega skammaður fyrir að taka mig með. Tíðarandinn var allt annar á þeim tíma. Ég tók þátt í minni fyrstu keppni fyrir hálfri öld, þá sjö ára gamall. Fyrir mótinu stóð Guðmundur Halldórsson, sem nú stýrir félagi smábátaeigenda. Hann var mikill skíðamaður á sínum tíma og átti það til að standa fyrir göngumótum fyrir börn. Mitt fyrsta mót var haldið á Stakkanesi og man ég eftir því að ég lenti í öðru sæti í mínum flokki.“

Alls keppti Kristján ég á 24 Íslandsmótum í röð. Undir það síðasta var hann kominn hátt í fertugt og var enn að keppa við menn í kringum tvítugt. Þrátt fyrir það gekk honum bærilega og lenti jafnan í öðru til fimmta sæti, þótt ekki yrði hann Íslandsmeistari eins og þegar hann var ungur. En Íslandsmótin hans Kristjáns eru orðin fleiri en 24 og síðast keppti hann á Skíðamóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi fyrir hönd Ísfirðinga.

Kristján hefur oft tekið þátt í hinni frægu Vasagöngu í Svíþjóð.

„Árið 1994 fór 15 manna hópur frá Ísafirði til Svíþjóðar. Svo til eini tilgangur fararinnar var að taka þátt í þessari keppni. Eftir þetta hef ég farið á hverja einustu keppni en fáir aðrir hafa komið öll árin. Við höfum tekið á leigu sumarhús og verið í því í fimm daga. Við förum yfirleitt á fimmtudegi, göngum á sunnudegi og fljúgum aftur heim á þriðjudegi. Þegar við erum ekki að keppa eða æfa okkur skoðum við okkur um. Ég hef nú tekið átta sinnum þátt í göngunni og nú er svo komið að starfsfólk verslana í nágrenni við gönguna er farið að þekkja mig með nafni.“

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli