Frétt

Leiðari 38. tbl. 2003 | 24.09.2003 | 09:17Samþjöppun valds og eigna fáum að skapi

Með hlutabréfamarkaðnum töldu margir að opnast hefði leið fyrir almenning til að ávaxta sitt pund með öðrum hætti en geymslu á hefðbundnum bankareikningum, sem skiluðu misjöfnum arði. Það var því eðlilegt að þeir, sem einhverjar krónur áttu umfram nauðþurftir, tækju þessu opnum örmum. Almenningur tók vel við sér og ríkisvaldið lagði sitt af mörkum með skattafslætti. Sérfræðingar fjármálastofnana voru á hverju strái með framréttar hendur, boðandi fólki fagnaðarerindið hvernig það gæti margfaldað með skjótum hætti ávöxtun þess fjármagns sem það hafði sparað til elliáranna.

Er fram liðu stundir dró minnkandi skattafsláttur jafnt og þétt úr hlutabréfakaupum almennings. Fyrirtækjum á hlutabréfamarkaðnum hefur fækkað verulega og ætla má að „fjármálasérfræðingar“ tilheyri tegundum í útrýmingarhættu, ef hlédrægni þeirra í dag er borin saman við fyrri tíð. Margur á um sárt að binda eftir að hafa séð afrakstur ævistarfsins fuðra upp í fjárfestingum, sem áttu að tryggja áhyggjulaust ævikvöld.

Í síðustu viku skráðu Landsbanki og Íslandsbanki sig með eftirminnilegum hætti á spjöld íslensks fjármálamarkaðar með hrókeringum á eignaraðild að nokkrum þekktustu og stærstu fyrirtækjum landsins. Á sögulegum næturfundi köstuðu stjórnendur bankanna fjöreggjum fyrirtækjanna sín á milli uns samkomulag náðist um á hvern hátt fyrirtækjasamsteypu þeirri, sem Eimskipafélag Íslands hefur verið kjarninn í, skyldi skipt á milli Landsbanka og Íslandsbanka.

Mörgum er brugðið. „Þær sviptingar, sem eru í viðskiptalífinu og hafa verið undanfarin misseri, eru ekki líklegar til að auka traust fólksins í landinu á fyrirtækjunum eða lögmálum hins frjálsa markaðar. Þeir sem eru umsvifamestir á þessum markaði bera mikla ábyrgð og verða að gæta að sér. Íslenzka þjóðin kann því illa ef of miklar eignir safnast á of fáar hendur.“ Undirtektir við þessi leiðaraskrif Morgunblaðsins virðast víðtækar.

Spurningar vakna um réttmæti þess að bankar sitji beggja megin borðs, sem viðskiptabankar og lánardrottnar fyrirtækja sem þeir jafnframt eru hluthafar í. Slíkar kringumstæður leiða fyrr en síðar til hagsmunaárekstra. Hvað með bankaleyndina? Hver er staða viðskiptavinar sem á í samkeppni við fyrirtæki, sem „bankinn hans“ á og fjármagnar?

Valda- og hagsmunabarátta bankanna er mörgum áhyggjuefni. Alvarlegast er þó að stjórnmálamennirnir, sem settu leikreglurnar fyrir fjármálamarkaðinn og söluna á ríkisbönkunum, sitja þögulir hjá og virðast ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið. Úr þeirri átt er því vart mikils að vænta.
s.h.


bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli