Frétt

Stakkur 34. tbl. 2003 | 27.08.2003 | 09:23Pólitískur draugagangur

Fjölmiðlar hafa fjallað mjög um samráð olíufélaganna um verð á söluvörum sínum. Margt hefur verið talað og ritað í þeim efnum. Tvennt ber þó hæst. Annars vegar þáttur núverandi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar, sem vafalaust er að flestu leyti hinn ágætasti maður. Hann hefur ekki komið fram með sannfærandi hætti í þessu stóra máli, sem dómkirkjuprestur gerði að umfjöllunarefni í stólræðu sinni fyrir rúmri viku. Í fyrstu neitaði borgarstjóri að tjá sig um málið og bar því við að hann hefði lofað Samkeppnisstofnun þögn. Hún var síðan rofin á enn meira ósannfærandi hátt. Hann hefði verið millistjórnandi, ekki tekið ákvörðunina og hann vissi nú að betra hefði verið að haga sér með öðrum hætti. Þessi maður var í framkvæmdstjórn Olíufélagsins, eins og lesa má um í sögunni, er Jón Þ. Þór sagnfræðingur tók saman í tilefni 50 ára afmælis félagsins og gefin var út á bók. Þar er að finna mynd af framkvæmdastjórninni og skipurit félagsins. Nú kemur almenningi ekki við hver var fortíð hans að sögn fyrrum borgarstjóra og talsmanns Samfylkingarinnar.

Samráðið er vissulega afar ógeðfellt, en þó ekki meira en svo að það virðist ekki hneyksla suma stjórnmálamenn, að borgarstjórinn nýi hafi þar óumdeilanlega komið að máli, hvernig svo sem þátttaka hans verður metin þegar öll kurl koma til grafar. Reyndar sýnist þessi hegðun forsvarmanna olíufélaganna ekki hafa mjög mikil áhrif á almenning umfram augnablikið, sem hún ræður fréttatímum fjölmiðla og skrifum dagblaðanna. En líkt og þegar þáttur borgarstjórans er til umræðu skiptast skoðanir eftir pólitískum línum. Borgarstjórnarmeirihlutinn, er allir vinstri flokkarnir standa að, telur þátt hans lítinn, en vill að lögreglan taki þátt forstjóranna til rannsóknar á sama tíma og Samkeppnisstofnun fjallar um hann samkvæmt sérlögum. Fremstur gengur þar í flokki Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem sendir ríkislögreglustjóra tóninn og sakar hann um pólitísk tengsl. Fræðimenn hafa tjáð sig um að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi komist að þeirri niðurstöðu, að ekki mætti fjalla um brot manna á tvennum vígstöðvum og gera þeim refsingu, væntanlega tvöfalda um leið. Kristinn telur gagnstætt formanni Framsóknarflokksins að þessi skoðun sé hin mesta firra og bendir á að lögreglan eigi að taka málið til sjálfstæðrar rannsóknar og þá væntanlega úr höndum Samkeppnisstofnunar. Hér hitt er hátt ber.

Bogi Nilsson ríkissaksóknari telur einkar óheppilegt og ekki í samræmi við lög um opinber mál, að kynna sakborningum niðurstöðu rannsóknar eins og gert hefur verið með áfangaskýrslu stofnunarinnar. Ef til vill á að gilda önnur verkskipting í þessum málaflokki en skattrannsóknum. Hver sem hin endanlega niðurstaða verður, er spurt hvort Kristinn H. Gunnarsson sé á leið út úr Framsóknarflokknum, eins og hann talar í þessu máli og varðandi línuívilnun. Stjórnarandstaðan gæti verið að tala. Hvort sem það er raunin eður ei, er vert að fylgjast með Kristni á næstunni. Hann hefur áður skipt um flokk. Pólitískur draugagangur kemur víða fram.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli