Frétt

| 10.11.2000 | 09:42„Skuldbindandi aðgerðaáætlun“ er skilyrði fyrir kaupum

Ríkið gerir það að skilyrði fyrir kaupum á eignarhlutum vestfirskra sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða, að fyrir liggi „skuldbindandi aðgerðaáætlun til lausnar á vanda hvers sveitarfélags fyrir sig“. Þetta skilyrði gildir „gagnvart þeim sveitarfélögum sem glíma við fjárhagsvanda vegna skuldastöðu sveitarsjóða og vanda vegna innlausna á félagslegum íbúðum“.
Vestfirskum sveitarstjórnum tóku í gær að berast samhljóða bréf frá viðræðunefnd ríkisins um málefni Orkubús Vestfjarða, dags. sl. þriðjudag. Þetta bréf er fyrsta plaggið sem sveitarstjórnirnar fá í hendur frá fulltrúum ríkisvaldsins um þessi mál. Það hefur því verið erfitt fyrir sveitarstjórnarmenn að svara spurningum sem lúta að væntanlegri sölu á eignarhlutum sveitarfélaga til ríkisins, þar sem allt sem áður hefur komið fram í málinu hefur verið byggt á getsökum. Reyndar er ljóst, að þær vangaveltur sem Bæjarins besta hefur sett fram eru staðfestar í bréfi viðræðunefndar ríkisins.

Bréf viðræðunefndar ríkisins er með haus Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og sent öllum sveitarfélögunum tólf á Vestfjörðum. Bréfið fer hér á eftir í heild:

Reykjavík, 7. nóvember 2000.

Í framhaldi af viðræðum um hugsanleg kaup ríkisins á eignarhluta sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða og með vísan til bréfs Þorsteins Jóhannessonar, formanns stjórnar Orkubús Vestfjarða, dags. 13. október 2000, til sveitarfélaga á Vestfjörðum um breytingu á félagsformi Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag, vilja fulltrúar viðræðunefndar ríkisins taka fram eftirfarandi:

Á fundi ríkisstjórnar hinn 10. október sl. var viðræðunefnd ríkisins (ráðuneytisstjórum félagsmála-, fjármála- og iðnaðarráðuneyta) heimilað í samningum við sveitarfélög á Vestfjörðum að ganga út frá því að heildarverðmæti OV sé 4,6 milljarðar kr. og að söluverðmætinu verði varið til þess að greiða niður skuldir sveitarsjóða á Vestfjörðum og til lausnar bráðavanda sveitarfélaganna í félagslega íbúðarkerfinu.

Í ljósi ofangreindrar samþykktar og að því tilskildu að allar sveitarstjórnir á Vestfjörðum fallist á að breyta félagsformi Orkubúsins mun ríkisvaldið gera hverju einstöku sveitarfélagi tilboð í hlut þess í Orkubúi Vestfjarða. Verðtilboðið mun miðast við eignarhluta hvers sveitarfélags í Orkubúinu, en það tekur mið af íbúafjölda 1. des. sl. Gagnvart þeim sveitarfélögum sem glíma við fjárhagsvanda vegna skuldastöðu sveitarsjóða og vanda vegna innlausna á félagslegum íbúðum, verður áskilið að fyrir liggi skuldbindandi aðgerðaáætlun til lausnar á vanda hvers sveitarfélags fyrir sig. Til grundvallar verða lagðar tillögur sem settar eru fram í áfangaskýrslu um félagslegar íbúðir á Vestfjörðum frá júní 2000. Þar er gert ráð fyrir að þau sveitarfélög sem þurfa að lækka verð félagslegra íbúða í sveitarfélaginu geri það með framlagi úr sveitarsjóðum í samstarfi við Varasjóð.

Í viðræðum um sölu Orkubúsins hefur af hálfu Vestfirðinga verið lögð áhersla á að á gildistíma orkulaga nr. 58/1967 verði miðað við eftirfarandi atriði:

–OV starfi sem sjálfstæð eining.
–Gjaldskrá OV verði aðlöguð gjaldskrá RARIK í áföngum.
–Engum starfsmanni við OV verði sagt upp störfum vegna breytingar á félagsformi fyrirtækisins og kaupa ríkisins á eignarhluta einstakra sveitarfélaga.
–Að stjórn OV skipi sem mest heimamenn.
–Kauptilboð ríkisins standi óbreytt fram að gildistöku nýrra orkulaga gagnvart þeim sveitarfélögum sem ekki vilja selja hlut sinn í upphafi.

Ríkisvaldið er tilbúið að fallast á ofangreint.

Komi til sameiningar OV við annað eða önnur orkufyrirtæki, eftir gildistöku nýrra raforkulaga, mun ríkisvaldið eftir því sem í þess valdi stendur beita sér fyrir því að hluti starfsemi hins sameinaða fyrirtækis fari fram á Vestfjörðum.

F.h. viðræðunefndar ríkisins,
Þorgeir Örlygsson,
ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis.

Staðfest f.h. félagsmálaráðuneytis:
Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstj.

Staðfest f.h. fjármálaráðuneytis:
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstj.

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli