Frétt

mbl.is | 09.01.2003 | 15:46Sýknuð af ákæru fyrir að reyna að komast inn á brunavettvang

Kona sem lögreglustjórinn í Reykjavík höfðaði mál gegn fyrir brot á lögreglulögum og lögreglusamþykktum með því að reyna ítrekað að komast inn á vettvang bruna í veitingahúsinu Ítalía við Laugaveg fyrir tæpu ári hefur verið sýknuð af ákærunni. Í ákærunni segir að konan, sem er fimmtug og brást sjálf til varna fyrir dómi, hafi ítrekað reynt í trássi við fyrirmæli lögreglu að komast inn á brunavettvang aðfaranótt mánudagsins 4. febrúar 2002 við Laugaveg 11 í Reykjavík er lögregla var þar að störfum.
Konan var handtekin og færð í fangaklefa og síðar boðið að ljúka málinu með sektargerð hjá lögreglustjóra með því að greiða 15.000 krónur í sekt, en hún hafnaði. Neitaði hún sök frá upphafi og taldi að lögreglan hafi farið mannavillt. Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mikið beri á milli ákærðu og lögreglumannanna tveggja sem að málinu komu og talsvert beri á milli lögreglumannanna innbyrðis um atburðarásina.

Enn sé þess að gæta að talsverð umferð fólks muni hafa verið við vettvanginn og einhverjir munu hafa staldrað við þar sem konan stóð. Þótti dómaranum ekki óhætt að útiloka að lögreglumönnum kunni, eins og á stóð, að hafa að einhverju leyti missýnst um athafnir konunnar.

Loks segir í niðurstöðum héraðsdóms að upphafleg lögregluskýrsla, sem væri samtímagagn, væri mjög rýr og ekki hægt að ráða af henni hvað ákærða gerði af sér á vettvanginum. Síðari skýrsla lögreglumanns, sem gerð var löngu síðar og eftir að ákærða hafði neitað því að greiða sektina, væri hvorki vitnaskýrsla né samtímagagn og sönnunargildi hennar lítið. Leiddi allt þetta til þess að sýkna yrði ákærðu af ákærunni.

Segir héraðsdómari að þótt upplýst sé að konan hafi bitið í sundur gulan lögregluborða á vettvangi félli það utan við ákæruefnið. Varðandi það atriði sagðist konan hafa ásamt öðru fólki gengið niður Laugaveg og komið að brunastaðnum. Þar hafi lögregluborði legið skáhallt úr mittishæð og niður á við og taldi hún það gefa til kynna að þar mætti ganga yfir. Kvaðst konan hafa ætlað niður Laugaveg handan götunnar frá brunastaðnum og sagði að ekki hefði hvarflað að henni að trufla starf lögreglu eða slökkviliðsins. Skyndilega hefði lögreglumaður rifið í hana og hrint henni. Við það hefði hún orðið reið og tekið borðann sem legið hefði neðarlega og bitið í hann en við það hefði borðinn hrokkið í sundur. Væri ósatt hjá lögreglunni að hún hefði bitið þrisvar í borðann. Hún kvaðst hafa verið nokkuð undir áhrifum áfengis, en ekki um of, enda ekki búin að drekka mikið – tvo snafsa og nokkra bjóra.

mbl.is

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli