Frétt

bb.is | 20.11.2002 | 07:05Umbóta þörf við minnisvarðann um Royalist-málið í Dýrafirði

Minnisvarðinn við tóftir Bessastaða. Séð yfir Dýrafjörð þar sem hinn sögulegi atburður gerðist einni öld fyrr. Myndina tók Hrafn Snorrason 10. október 1999, daginn þegar minnisvarðinn var reistur og aldarafmælisins minnst.
Minnisvarðinn við tóftir Bessastaða. Séð yfir Dýrafjörð þar sem hinn sögulegi atburður gerðist einni öld fyrr. Myndina tók Hrafn Snorrason 10. október 1999, daginn þegar minnisvarðinn var reistur og aldarafmælisins minnst.
Fyrir rúmum þremur árum eða 10. október 1999 var reistur minnisvarði við tóftir býlisins Bessastaða við norðanverðan Dýrafjörð í minningu sögufrægra atburða sem urðu á þeim slóðum réttri öld fyrr. Skipverjar á breska togaranum Royalist, sem var við ólöglegar veiðar á Dýrafirði, drekktu þennan dag árið 1899 þremur mönnum af íslenskum árabát. Sex voru á bátnum og hefðu togaramenn eflaust banað hinum þremur líka ef hjálp hefði ekki borist úr landi. Einn þeirra sem af komust var Hannes Hafstein, sýslumaður Ísfirðinga, sem nokkrum árum síðar varð fyrsti íslenski ráðherrann.
Höfundur minnisvarðans er Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður á Ísafirði, en forgöngu að gerð hans áttu afkomendur Jóhannesar Guðmundssonar, bónda á Bessastöðum, sem var formaður á bátnum og einn þeirra sem fórust. Hinir voru Jón Þórðarson, Meira-Garði, og Guðmundur Jónsson, Lækjarósi.

Hópur afkomenda Jóhannesar Guðmundssonar, sem söfnuðu fé og létu koma minnisvarðanum upp, hafa „fengið ábendingar frá ýmsum um að ekki sé nógu snyrtilega gengið frá umhverfinu í kringum minnisvarðann“, eins og segir í bréfi til bæjaryfirvalda á Ísafirði. Þeir hafa því lagt fram tillögur að úrbótum og farið fram á að bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ útvegi efni til framkvæmdanna en hins vegar myndi hópurinn leggja fram vinnu við verkið á næsta sumri.

Það sem hópurinn leggur til að gert verði er að lagfæra tröppur niður frá bílastæði, snyrta aðkomuna, setja niður gangstéttarhellur niður fyrir minnisvarðann, enda leyfi landeigendur slíkt, og koma upp upplýsingaspjaldi (sögukorti) við útkeyrsluna þar sem gerð yrði grein fyrir þeim atburðum sem minnst er, í því skyni að vekja áhuga fólks á staðnum og sögunni.

Bréfið til bæjaryfirvalda undirritar Sólveig Victorsdóttir fyrir hönd hóps afkomenda Jóhannesar Guðmundssonar. Á fundi sínum í fyrrakvöld samþykkti bæjarráð Ísafjarðarbæjar að vísa erindinu til umhverfisnefndar bæjarins til afgreiðslu.

Hér má lesa ítarlega frásögn af hinum frægu atburðum fyrir rúmri öld:

bb.is 12.06.2002
Söguferð í slóð Hannesar Hafstein og válegs atburðar minnst

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli