Frétt

| 02.02.2000 | 12:05Engar ákvarðanir fyrr en í sumar

Aurskriður ofan Urðarvegar í júní sl.
Aurskriður ofan Urðarvegar í júní sl.
Þess er ekki að vænta, að ákvarðanir um aðgerðir til frambúðar vegna aurskriðna úr Eyrarhlíð ofan byggðar á Ísafirði verði teknar fyrr en kemur fram á sumar. Bíða þarf eftir að hættumat liggi fyrir og að sett verði reglugerð um gerð hættumats. Á síðasta sumri leitaði Ísafjarðarbær stuðnings Ofanflóðasjóðs við þetta verkefni, eftir að aurskriður höfðu ógnað byggðinni. Í haust voru gerðar ráðstafanir til bráðabirgða en þeim varð þó ekki lokið vegna óheppilegs tíðarfars.
Vegna þeirra aurskriðna sem féllu úr Eyrarhlíð snemma á síðasta sumri og ollu m.a. nokkru tjóni við Urðarveg, óskaði Ísafjarðarbær eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við varnaraðgerðir gegn frekari skriðuföllum af því tagi. Í september sl. var ráðist í aðgerðir til bráðabirgða ofan Urðarvegar með stuðningi sjóðsins og vann Jónas H. Jónbjörnsson verktaki í Súðavík það verk samkvæmt útboði. Að sögn Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings Ísafjarðarbæjar, var ekki hægt að ljúka öllum bráðabirgðaframkvæmdum fyrir veturinn vegna óhagstæðrar tíðar og verður það ekki hægt fyrr en frost er farið úr jörðu og hún náð að þorna. Þar er um að ræða frekari hreinsun úr skurði ofan Hjallavegar og að veita burt vatnsuppsprettu ofan Urðarvegar 68.

Ákvörðun um varnaraðgerðir til frambúðar bíður hins vegar þess að hættumat liggi fyrir og jafnframt að lokið verði samningu reglugerðar um gerð hættumats. Ganga þarf frá reglugerðinni áður en hægt verður að birta hættumatið. Að sögn Smára Þorvaldssonar, deildarstjóra í Umhverfisráðuneytinu og verkefnisstjóra hjá Ofanflóðasjóði, er þess ekki að vænta að neitt verði hægt að gera í málinu fyrr en hvort tveggja liggur fyrir. Hættumatið er skv. lögum unnið af Veðurstofu Íslands og mun verið að leggja síðustu hönd á það um þessar mundir. Þess er að vænta, að reglugerðin verði tilbúin á vormánuðum og að hættumatið verði kynnt í framhaldi af því einhvern tímann í sumar.

Meðal þess sem Ísafjarðarbær taldi nauðsynlegt að gera á síðasta hausti áður en vetur gengi í garð, en ekki varð af þá, var að sprengja stórgrýti á brún Gleiðarhjalla, sem líklegt væri til að falla niður og valda hættu. Reynsla fékkst af þess háttar sprengingum á árunum 1969 og 1983 og gengu þær ágætlega. Ráðist var í þær eftir að Haukur Tómasson jarðfræðingur gerði skýrslu árið 1968 um hættu af grjóthruni og skriðuföllum úr hlíðinni. Að loknum sprengingum haustið 1969 ritaði Haukur síðan greinargerð um framkvæmdina (dags. í október 1969) og fer hún hér á eftir, enda er hún einkar fróðleg í ljósi þeirra umræðna sem nú fara fram:

„Þann 5. og 6. september í haust var unnið að því að hreinsa hættulega steina í Gleiðarhjalla. Var það gert með því að sprengja sundur þá stóru steina sem hættulegir geta orðið byggð og aðveitustöð. Einnig var velt niður lausum steinum, sem ekki voru beinlínis taldir hættulegir byggðinni en voru alveg lausir og gátu oltið hvenær sem er. Stærsta aðgerðin var að sprengd var steinaþyrping í skoru 1, sem um var talað í skýrslu minni frá síðasta ári. Allir sprengdir steinar sprungu svo vel að brot þeirra voru með öllu hættulaus byggðinni, þegar þau ultu niður. Það er því augljóst að þessi aðferð að hreinsa burtu steina úr Gleiðarhjalla er mjög áhrifarík og auðveld í framkvæmd.

Ekki tókst að ljúka þessu alveg á þeim tíma sem fyrir hendi var og þarf að ljúka því á næsta ári ef ekki gefst tækifæri til þess nú í haust.

Oddur Pétursson bæjarverkstjóri er orðinn því alveg kunnugur hvers konar steina þurfi að fjarlægja, eftir reynsluna nú í haust. Þó að þær skorur sem nú voru hreinsaðar verði að öllum líkindum öruggar í nokkur ár þarf helst að fylgjast með Gleiðarhjallanum áfram, helst árlega eða að minnsta kosti annað hvert ár. Frekari hreinsun önnur en að ljúka þeirri sem nú var byrjað á þarf að fara fram þegar nýir steinar hafa veðrast út úr skriðunni á Gleiðarhjalla. Þetta þarf væntanlega ekki að fara fram fyrr en eftir allmörg ár."

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli