Frétt

mbl.is | 15.09.2002 | 11:12Myndasafn Morgunblaðsins opnað almenningi

Myndasafn Morgunblaðsins, sem hefur að geyma hátt í 60 þúsund ljósmyndir sem birst hafa í Morgunblaðinu, verður opnað í dag á mbl.is. Myndasafnið er öllum aðgengilegt og hægt er að leita að myndum án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Sé þess hins vegar óskað að kaupa myndir, annaðhvort til einkanota eða birtingar, þarf að skrá sig sem viðskiptavin í safninu. Allar upplýsingar um skráningu, notkun, þjónustu og verð má lesa á upphafssíðu Myndasafnsins undir yfirskriftinni Hjálp.
Nýjar myndir bætast í Myndasafnið á hverjum degi en í því eru þrjú aðgreind söfn. Fyrst er að telja safn með rúmlega 48 þúsund myndum sem birst hafa í Morgunblaðinu frá árinu 1999 til dagsins í dag. Þá er safn Ólafs K. Magnússonar, ljósmyndara Morgunblaðsins til fjölda ára, en þar er að finna 4.800 myndir frá árunum 1947 til 1996. Unnið er að vistun nýrra mynda í því safni jöfnum höndum. Að lokum er svo safn með um 3.000 myndum frá árunum 1972 til 1987 og eru þær eingöngu seldar til birtingar.

Myndirnar eru afhentar kaupendum í tölvutæku formi. Þeir sem skrá sig fyrir einkanotum geta einnig valið um útprentun á Kodak-ljósmyndapappír hjá Hans Petersen og ýmist fengið myndirnar sendar heim eða sótt þær í verslanir Hans Petersen. Um fjórar mismunandi stærðir myndapappírs er að velja.

Höfundar myndanna og Morgunblaðið eiga í sameiningu höfundarrétt að þeim. Þegar myndir eru keyptar til birtingar er óheimilt að nota þær á þann hátt, að í bága fari við réttindi þess sem birtist á mynd eða á annars lögverndaðan rétt yfir myndefni, nema aflað sé samþykkis hans fyrirfram. Kaupanda ber að sjá til þess, að slíkra réttinda sé gætt.

Myndasafn Morgunblaðsins.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli