Frétt

Leiðari 34. tbl. 2006 | 24.08.2006 | 09:36Allir skulu jafnir fyrir lögum

Í gegnum árin hefur BB margsinnis vakið athygli á misréttinu sem þegnar þjóðfélagsins mega sæta hvað varðar skattheimtu. Í september 2004 var vakin athygli á grein eftir Svein Jónsson, löggiltan endurskoðanda, sem birtist í Morgunblaðinu síðla árs 2001. Þar vitnaði hann til 26 ára gamallar greinar Ólafs heitins Björnssonar, prófessors og þingmanns: ,,Tekjuskattur – sérskattur á launþega“, en þar sagði: Tekjuskattar, hvort heldur er til ríkis eða bæjar- og sveitarfélaga verða í framkvæmd sérskattar á tekjur þeirra er vinna í þjónustu annarra, þar eð aðrir geta nokkurn veginn ákveðið sjálfir skattlagningu sína.“ Sjálfur sagði Sveinn sagði meðal annars: ,,Að sjálfsögðu er vegið að róttum réttarríkisins ef stórir hópar í þjóðfélaginu geta ákveðið með hliðsjón af sínum fjárhagslegu hagsmunum að hlíta sumum lögum en öðrum ekki.“

Það er sorgleg staðreynd að á þeim liðlega þremur áratugum sem liðnir eru frá því Ólafur ritaði grein sína skuli helsta breytingin á skattakerfinu vera sú að staðgreiða misréttið. Við upptöku fjármagnstekjuskatts var bent á að miklar líkur væru á að framteljendum launatekna myndi fækka til muna. Það hefur gengið eftir. Í dag hafa yfir 6.600 framteljendur hærri fjármagnstekjur en aðrar tekjur og nær 2.200 framteljendur einungis fjármagnstekjur, sem segir einfaldlega að þessum aðilum er fært í hendur sjálfdæmi til að ákveða framlag sitt til samfélagsins: ,,Þetta samrýmist illa því jafnræði og jafnrétti sem á að vera í skattalögum“, segir ríkisskattstjóri og bendir á að mörkin milli vinnutekna og eignatekna verði óljós þegar einstaklingar séu í raun í fullu starfi við kaup og sölu á hlutabréfum.

Innlegg stjórnmálamanna í umræðuna gefur von um að þeir sjái ljósið, augu þeirra séu að opnast. Háværar kröfur eru nú uppi um að sami skattur verði lagður á allar tekjur; enda sjálfsagt réttlætismál. Hver skattprósentan á að vera er löggjafans að ákveða.

Fjármálaráðherra segir skattlagningu fjármagnstekna viðkvæma og að við verðum að gæta þess að slátra ekki gullgæsinni. Hvað sem þessari viðkvæmni gagnvart greiðendum fjármagnstekjuskatts líður verður að segjast eins og er að fram til þessa hefur hennar ekki gætt varðandi aðra skattheimtu. Ekki verður séð að borið hafi mikið á viðkvæmninni við tvísköttun á greiðslum lífeyrissjóða til eftirlaunaþega, né þegar 462 kr. voru teknar í skatt af 1.258 krónu hækkun á grunnlífeyri ellilífeyrisþega! Hvað veldur þessari mismunun?

Eftir því verður tekið á haustdögum hvað þingheimur hyggst fyrir. Ætlar hann áfram að hrökkva – eða hefur hann loks öðlast kjark til að stökkva svo hætt verði að vega að rótum réttarríkisins?
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli