Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri 90 ára og verkalýðs-hljómsveitin ÆFING 55 ára

Siggi Björns og Franziska tóku lagið fyrir gesti.

Þann 1. maí s.l. var því fagnað í Bryggjukaffi á Flateyri að 90 ár voru liðin frá stofnun Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. Félagið var stofnað á 50 manna fundi í -gamla barnaskólanum- þann 21. desember 1933. Skjöldur er félagsaðili Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá árinu 2002.

.

Þá var einnig í Bryggjukaffi þann 1. maí s.l. fagnað 55 ára afmæli Hljómsveitarinnar ÆFINGAR frá Flateyri. ÆFING kom fram fyrsta sinni þann 27. desember 1968 í lok fundar í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.

.

Með veglegum stuðningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur verið tekið saman snoturt -MYNDRIT- í tilefni afmæla Skjaldar og ÆFINGAR.

-MYNDRITIÐ- fékk sérstaka heiðurs afhendingu þann 1. maí í Bryggjukaffi til máttarstólpa Skjaldar og ÆFINGAR.

Í lok afmælisstundarinnar í Bryggjukaffi tóku síðan lagið Siggi Björns og Franziska Gunther.

Formenn Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri 1933 – 2002 :

Friðrik Hafberg 1933 – 1934, 1939 -1958

Jón Magnússon 1935

Halldór Vigfússon 1936 – 1938

Hermann Björn Kristjánsson 1959

Einar J. Hafberg 1960 – 1963

Kristján Vigfús Jóhannesson 1963 – 1967, 1968 – 1970

Benedikt Vagn Gunnarsson 1967 – 1968

Guðvarður Kjartansson 1970 -1971

HendrikTausen 1971 – 1980

Björn E. Hafberg 1980 – 1981

Björn Ingi Bjarnason 1981 – 1984

Gunnar Valdimarsson 1985 – 1987

Jón Guðjónsson 1987 -1989

Sigurður Þorsteinsson 1989 – 1995

Guðmundur Jón Sigurðsson 1996 – 1997

Ágústa Guðmundsdóttir 1997 – 2002

.

Skráð af:

Björn Ingi Bjarnason

Eyrarbakka

Myndir: Björn Ingi Bjarnason.

DEILA